Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Síðustu fjögur ár í fjötrum

Greiðsluþrot míns sveitafélags var enn eitt "skemmtiatriðið" sem hefur dunið á hjá mér síðustu ár.

Það gladdi mig ekki mikið þegar Álftaneslistinn komst hér til valda fyrir tæpum fjórum árum, með tveggja eða þriggja atkvæða mun, þar sem þeir höfðu barist á móti búsetu minni og uppbyggingu hér að Hliði, og það myndi kosta það að næstu ár yrði ég að láta eins lítið fyrir mér fara og möguleiki væri. Og eins og allir vita þá fer illa saman ferðaþjónusta og að láta lítið fyrir sér fara!

Ekki varð gleðin meiri þegar mér var neitað um atvinnuleyfi fyrir kunnáttumanneskju sem mér var nauðsynleg til að geta opnað sérhannað og nýbyggt Thailenska spaið. en spaið stóð tilbúið til reksturs í tvö ár meðan ég var að reyna að fá leyfið eða finna manneskju. en það var nú um síðustu mánaðarmót eftir tæp fjögur ár og fimm félagsmálaráðherra að það var viðurkennt að félagsmálaráðuneytið braut á mér lög með neitun atvinnuleyfisins (sjá álit umboðsmanns alþingis:  http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1310&Skoda=Mal )

myndir af disk 005

Ekki bætti úr skák þegar bankarnir hrundu og lánin vegna framkvæmdanna hækkuðu stjarnfræðilega og illmögulegt var að standa í skilum þar til síðasta sumar þegar viðskiptin tóku að dala og svo gott sem hurfu, þá hvarf greiðslugetan.

ekki var möguleiki á því að sveitafélagið gæti yfirtekið húsakostinn því það var líka komið í greiðsluþrot

og eins og hjá allt of mörgum þá er engin lausn hjá bankanum og hann virðist ekki vita hvað hann vill gera :o( á meðan byrjar allt að grotna niður þar sem ekki er hægt að gera plön um að ná í ferðamenn eða aðra þegar ég veit ekki hvort eða hversu lengi ég fæ að vera hér ARRRRRG.

en eftir fjögra ára stanslausa baráttu og argaþras við ráðamenn og konur, skal nú viðurkennast að það er farin að koma þreyta og uppgjöf í kallinn og hann er farinn að hugsa æ oftar eins og forfeður okkar um áramót: koma það sem koma vil, veri það sem vera vil, mér og mínum vonandi að meinalausu.

En ég hef alltaf sagt að það sem maður gerir verður maður að gera vel, þannig að ef ég verð gjaldþrota þá er ekki verra að búa í gjaldþrota sveitafélagi í gjaldþrota landi Devil

Jæja þá er ég búin að ryðja út úr mér uppsöfnuðum neikvæðis lestri og verð væntanlega miklu brattari á eftir :o)


mbl.is Íbúar Álftaness búnir að fá nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin þrenna

Það er ekkert grín að vera komin persónulega í greiðsluþrot, en að búa í gjaldþrota sveitafélagi og í gjaldþrota landi, það gerist ekki öllu glæsilegra eða hitt þá heldur Wizard

Hvenær áttar fólk sig á að tími er komin til að kjósa ábyrgar persónur, en ekki flokka bæði til lands og sveitastjórna, og vekja upp eignarlegt lýðræði með rafrænum alþýðukosningum sem ráðamenn verða að taka tillit til.


mbl.is Óvissa á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er til í að vera á lista

Ég er til í að vera á lista

svo framalega sem listinn verður nefndur Bogalistinn

þó að mörgum finnist ýmislegt Bogið við mig þá bregst mér ekki Bogalistin mörgu sinnum í einu

kv. Bogi


Auðvitað fáum hlutina í bakið

 Svo merkilegt sem það nú er, þá virðist gangur lífsins vera sá að þú færð hlutina alltaf í bakið að lokum hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Sagði ekki hér um árið spakur maður að: allt sem þú vilt að aðrir gjöri yður skalt þú.................

Þetta virðist þó vera skárra í Kanada en hér, því að ef ekki finnst manneskja með sambærilega kunnáttu í landinu, sem leitar eftir vinnu, þá má ráða Íslendinginn. mín reynsla er sú að þó að ekki finnist manneskja, með sambærilega kunnáttu, hvorki í landinu né á evrópska efnahagssvæðinu þá má alls ekki ráða manneskju utan svæðis.

ég gat ekki annað en brosað þegar ég las greinina og fá að mönnum þótti ferlið of flókið og taka of langan tíma. í mínu tilfelli hefur ferlið tekið hingað til þrjú og hálft ár og fimm félagsmálaráðherra, og endanleg niðurstaða ekki komin.

sjá nánar á gömlu bloggi: fyrstu mánuði ferilsins 


mbl.is Flókið ferli veldur því að Íslendingar halda ekki til Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hellingur af Kínverjum

Kom ekki hellingur af Kínverskum "sérfræðingum" (verkamönnum) til að setja upp stál / glervirkið.

það er ekki sama jón og séra jón. þegar um er að ræða gæluverkefni ráðamanna þá tekur ekki 3 og hálft ár og 5 félagsmálaráðherra að fá atvinnuleifi fyrir sérfræðing, eins og það hefur tekið mig til þessa sjá nánar eldgamalt blogg:  http://www.bogi.blog.is/blog/bogi/entry/368322/  en endanleg niðurstaða er ekki enn fengin Angry

af disk 010


mbl.is 132 tonn af stáli í gluggavirki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónukjör eða persónukjör

mér finnst það ekki rétt að kalla innanflokkakjör persónukjör þó svo að hægt er að kjósa um persónur á lista innann flokkana

Í mínum huga er "persónukjör" þegar persónur eru kosnar  til sveitastjórna eða alþingis ekki innanflokkskosningar.

Hvort þetta er bragð til að rugla landann í rýminu eða hvort ráðamenn hafi einungis fengið sér einu númeri stærra rör til að horfa í gegn um skal ósagt liggja.

 


mbl.is Sveitarstjórnarmenn vilja persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BANANALÝÐVELD

Ég gat ekki annað en brosað út í annað þegar Árni Páll var gerður að félagsmálaráðherra.

það hefði nú einhverstaðar þótt saga til næsta bæja að það taki 5 félagsmálaráðherra að afgreiða endanlega eina atvinnuleyfisumsókn vegna sérhæfs nuddara.

Þannig er mál með vexti að 18 apríl 2006 sótti ég um atvinnuleyfi fyrir nuddara sem var sérþjálfaður í Thailensku nuddi, hafði lokið námi í thai nuddi við konunglega thailenska ríkisnuddskolan og hafði margra ára starfsreynslu.

Ég var að klára byggingu sérhannað Spa húss undir starfsemina, svo leið og beið húsið var tilbúið pottar og gufubað klárt sloppar, handklæði, rekstrarleyfi og annað slíkt klárt en ekkert bólaði á atvinnuleyfinu fyrir sérfræðinginn sem til þurfti, þrátt fyrir margítrekaða rökstuðnings til Útlendingastofu og Vinnumálastofnunar með tilheyrandi viðbótar vottorðum og staðfestingum.

ég hafði auglýst ítrekað bæði hérlendis og á eu svæðinu meðal annar í gegn um vef vinnumálastofnunar en engin manneskja með kunnáttu og reynslu gaf sig fram.

Það var skelfilegt að horfa upp á tugmiljón króna hús (atvinnutæki) standa autt og ónotað.

ráðamenn vildu ekki gefa sig og leyfa ráðningu starfsmanns utan ESS húsið stóð autt í tvö ár með tilheyrandi kostnaði áður en mér tókst að fá kunnáttumanneskju til starfa, í millitíðinni hafði umsókninni verið neitað, neitunin verið kærð til Félagsmálaráðuneytisins þar sem hún var staðfest og er búin að vera hjá umboðsmanni Alþingis síðustu mánuði.

Málið hefur verið á fjórða ár í lögsögu fimm félagsmálaráðherra og ekki gengur rófan, er það nema von að farið er að kalla okkur BANANALÝÐVELDI.

sjá fyrrihluta ferlis hér á gömlu bloggi

 


mbl.is Boða róttæka uppstokkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og flóttaleið alkans

Sú tálsýn að allt lagist við það að ganga í ESB, finnst mér keimlík tálsýn alkans þegar hann sér það sem lausn að flytja til að losna úr því umhverfið sem hann telur alltaf draga sig á fyllirí.

reynslan er sú að hvert í heiminn sem alin flytur tekur hann vandamálið "sjálfan sig" með.

Það er ekki til neins, og oft eikur aðeins kvölina, að skipta um umhverfi. Það verður að taka á (vandamálini) verkefninu þó að það er hundleiðinlegt og að maður verði að "taka niður fyrir sig" á leið niður úr sjálfsblekkingar turninum.


mbl.is Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta lausnin er vel falin

Ég hef verið, til margra ára, tortryggin á alvald ríkisstjórnaflokka og sérstaklega ógnarvald þeirra ráðherra.

Ég datt niður á magnaða lausn fyrir nokkru sem er byltingakennd lausn á fámenningsvaldinu.

 það hefur verið reynt að grafa þessa lausn, því hún vekur að sjálfsögðu ótta hjá þeim flokkum sem eiga eftir að endurgreiða "greiða", þeim öflum sem hafa farið með eld og eyðingu yfir þjóðfélagið seinustu áratugi, ef lausnin yrði virkjuð myndu flokkarnir missa það ógnartak sem þeir hafa á þjóðinni.

Hin ólíklegustu öfl hafa lagt sig í líma við að gera helsta talsmann lausnarinnar að fígúru og hafa flaggað þeim neyðarúrræðum sem gripið hafa verið til til að vekja fólk til umhugsunar um lausnina.

Hér er Lausnin

 


mbl.is Krafa um aukið lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson efstur með 1575 atkvæði

Davíð Oddsson efstur með 1575 atkvæði sjá nánar: hér


mbl.is Nýliðun í miðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband