Friðarkúlan að fæðast

A7WBTPZCA8SM648CA924RDUCAMVL0JNCA66THKQCA4U2ZKPCASENWRXCAR4KB3RCAI9LFO5CASY44GKCA0PU5VXCAIPWEWYCAFIL0B2CAL0QJ4WCADET2DHCAT310NPCACXDSS4CAU6MVN2CA3USQ0PJæja þá er friðarkúlan að taka á sig mynd ég var í gær að mála 48 trúartákn á kúluna, ég komst að raun um það að þau trúartákn og ýmsar útfærslur af þeim skipta hundruðum ég ákvað að fara tvo hringi í kring um jörðina og setja eitt tákn á hvert tímabelti í hring þannig endaði ég á 48 táknum.

Það var umfjöllun um friðarkúluna á vísir og fréttablaðinu og myndin er þaðan

Forsaga

Fyrir allnokkrum árum síðan þá dreymdi mig nótt eina að ég væri að gera einhvern hlut sem ég væri að túlka á minn hátt það að við erum öll íbúar í sömu íbúð (jörðinni okkar) þó að við innréttum herbergin okkar misjafnlega eftir smekk hvers og ein og þannig að okkur líði vel í  því þá geta herbergin verið æði misjöfn enda erum við æði misjöfn sem betur fer.

Þar sem við erum nú einu sinni manleg þá höfum við tilhneigingu til að halda því fram að okkar herbergi er fallegast eða best, þar sem okkur líður vel í því og meira að segja þó að við værum ekki búin að kíkja inn í öll hin herbergin. Annað og merkilegra er það að við eigum ekki svo erfitt  með að fullyrða það hvað við erum heppin að búa ekki í einhverju vissu herbergi sérstaklega ef það er í hinum enda íbúðarinnar og þú hefur kannski ekki skoðað þig um í, jafnvel ert ekki alveg viss um að það er til, en hefur alla veganna heyrt talað um það.

Þessi draumur var þaulsetin í huga mér og með árunum dreymdi mér (dagdraumur) að gera þetta einhvertímann að snertanlegum veruleika,  því sá hluti heilans sem við notum mest dags daglega á erfitt með að sætta sig við hluti nema hann er búin að sjá þá og helst að líkaminn er búin að snerta hlutinn

 Ég var ótal oft búin að útfæra hlutinn á hina ýmsu vegu en það vantaði alltaf eitthvað upp á.

Það var ekki fyrr en þegar  yoko ono kynnti okkur  hið stórkostlega verk friðarsúluna og eftir að ég las um það að Dr. Gunna hafi ekki verið boðið  þegar friðarsúlan var afhjúpuð og hann hafi verið hálf stúrinn yfir því,  ég bauð honum í sárabætur í alsælu spahús sem ég er með hér á Álftanesi en þá kviknaði á litlu 15watta perunni minni , þar sem Yoko er stórkostlegur persónuleiki á hún auðvelt með að gera stórkostlegt listaverk og þar sem ég rétt nær því að klóra upp í meðal persónuleika þá ætti ég að geta gert meðal gott listaverk.

Síðan þá hefur komist mynd á verkið sem eftir dálítið erfiða fæðingu nú síðasta mánuð er hugmyndin endanleg það tók fáeina daga að smíða hana og nú er ég að fínisera með málningu og fl.

Tilgangur

Áðurnefnd herbergi geta táknað kynþátt menningu eða trúarskoðun, mig hefur fundist alveg sérstaklega sérkennilegt hve auðveldlega við lendum í óþarfa árekstrum vegna trúarskoðana eða trúaskoðanaleysi. Í mínum huga geta flestir jarðarbúar verið sammála um það að það er bara til eintt almætti einnig geta flestir verið ósammála um það hvað hann heitir: guð, kærleikur, nirvana, lífsorka, æðri máttur, alla, alheimsorka, ég sjálfur,almættið,  geimverur eða hvað önnur nöfn sem manlegir menn hafa nefnt  það sem orðaforði okkar og skilningur getur illa líst. Ég er illa lesin í trúarbragðafræðum, enda illa lesblindur, en ég stend í þeirri trú að trúarbrögð eigi að hafa umburðalindi við önnur trúarbrögð því mennirnir sem koma trúarbrögðunum á framfæri eru jú mannlegir og hafa tilhneigingu til að líka best við sitt herbergi.

Ég trúi því að öllum trúarbrögðum séu ætluð til góðs, til að létta okkur lífsgönguna, en þar sem  boðendur trúarinnar eru manneskjur og þar að leiðandi með sína takmarkaða skilning og þurfa að útskýra tilfinningar og líðan með orðum sem sem erfitt eða ómögulegt er að gera og síðan þarf manneskjan sem meðtekur að breyta orðunum aftur í tilfinningu eða líðan. Sumir hlutir sem teknir hafa verið og settir í sögur til að lýsa tilfinningum eða líðan hafa í aldanna rás breytta meiningu í huga okkar og einnig hefur textum stundum verið breitt til að einfalda útskíringu eða til að hafa betri stjórn á sínu fólki. Ég trúi því í öllum tilfellum hefur meiningin verið góð þó útkoman hafi ekki alltaf verið farsæl. Við verðum öll að hafa umburðalindi fyrir öðrum trúarbrögðum og trúleysi því það eru jafn margar leiðir að sama marki og manneskjurnar eru margar.

Þess vegna ákvað ég að setja þau trúarhópa merki sem ég gat grafið upp á friðarkúluna og ég vænti þess að fá, þann 22 des klukkan 20:00, þegar kúlan verður formlega afhjúpuð á látlausan hátt, sem flesta forsvarsmenn  hópanna, og aðra sem hafa áhuga á að verða pínulítið betri á morgun en þeir voru í dag  til að leggja blessun sína á það að kúlan megi vera sandkorn á vogarskál friðar og sátta í heiminum því:

Til þess að friður og sátt ríki í heiminum þarft þú einungis að fá eina manneskju  til að verða til friðs, ÞIG. Eftir því sem fleiri tækju þá ákvörðun yrði óhjákvæmilega meiri friður í heiminum.

Reyndu  á hverjum degi  að búa þér til fallega fortíð.

 

Friðarkúlan er til afnota fyrir alla íbúa allra herbergja í íbúðinni okkar (jörðinni)

Það eru raufar í kúlunni sem ætlaðar eru til að fólk seti í óskir sínar um frið á jörð og betra líf.

Svo biðum við til almættisins (hvaða nafni sem við nefnum það) að hjálpa okkur við að láta óskina rætast ef hún er okkur til farsældar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Þú ættir að afhjúpa friðarkúluna 22.12 kl 22:12 (hehe).

Hins vegar finnst mér Yoko One ekki merkilegur listamaður og mér finnst margt það sem þú hefur tekið þér fyrir hendur vera meira en meðal gott. Það eru ekki margir sem eru jafn duglegir að láta drauma sína rætast eins og þú!

Gúrúinn, 16.12.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Takk fyrir falleg orð Gúrú

ég var að spá í þá tímasetningu en hugsaði að á þeim tíma væru of margir krakkar farnir í bólið, svo jólasveinninn gengi ekki framhjá.

Bogi Jónsson, 16.12.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Bogi Jónsson

Búin að prófa þegar hún var hér síðast. fékk enga svörun :o(

Bogi Jónsson, 18.12.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband