Og minn til sölu

Mér hefur sýnst, í gegn um tíðina, að menn hafi brennt sig á því að leggja mjög mikið í stór og grand veitingarhús. það er oftar en ekki þegar þriðji rekstraraðilinn tekur við (eftir að tveir fyrstu hafa farið á hausinn og skilið eftir sig skuldarslóðan) að þá fara hlutirnir að ganga upp.

Í mínu tilfelli var ég búin að gera of mikið. Ég hafði búið hér í átta ár þegar ég loks fékk að kaupa gömlu húsin ( bátaskýlið og gamla íbúðahúsið sem ég hafði gert upp og búin að bæta við sólstofu sem ég var með veitingarnar í) og lóðina, en því fylgdu þau skilyrði að ég mætti ekki búa í gamla húsinu nema í 3 ár eftir undirritun samnings, vegna þess að gólfhæðar kvótinn var undir því sem er í byggingarreglugerð, en í stað þess fékk ég byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús.

Jæja nóg með það en málið er það að ég var komin upp að rauðulínunni sem ég setti mér í sambandi við lántöku við þetta allt saman, þannig að ég gæti rekið bæði spaið og veitingarnar með "Slow Food" hugsunarhættinum, það er að segja gera hlutina stresslaust og með alúð, og horfa frekar á þá ánægju sem starfsemin gefur þér frekar en hagnaðartölur.

eftir hrun bankana þá varð forsendum kippt undan þessu rekstrarformi aðallega vegna þess að skuldirnar fóru um 30% upp fyrir rauðastrikið og einnig drógust viðskiptin aðeins saman.

Ég er svo einfaldur að ég höndla ekki umfangsmikinn rekstur og mannahald, þess vegna er ég ekki tilbúin í að breyta rekstraforminu í venjulegri rekstur , það er að segja taka fleirri en einn hóp á dag ásamt því að þjónusta gesti og gangandi og jafnvel breyta nýa íbúðahúsinu, burstabænum í gistihús tengt spainu og veitingunum.

Það væri  miklu farsælla að láta aðra aðila sem kunna á þess háttar rekstur sjá um hann.

Ég er svo heppin að ég hrjáist ekki af óbærilegum söknuði við að láta veraldlega hluti af hendi, þó svo að ég hafi byggt þetta allt upp með eigin hendi, það var jafn gaman að sjá sjá drauma sína verða að veruleika, þó svo að einhverjir aðrir eigi þá.

 Sjá nánar á heimasíðu minni: www.1960.is

  imgp0934.jpg


mbl.is Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Gangi þér vel að selja reksturinn.

Anna Guðný , 10.5.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband