Þar brást Boga bogalistin

Ég þeysti á stað upp í Árbæjasafn, rétt rúmlega 20:30, því að ég ætlaði loksins að kíkja á félaga í fornbílaklúbbnum, þeir ætla að sína mynd um sögu Cadillacsins og þar sem ég á einn slíkan árger 1958 ætlaði ég að slá til.

ég fékk leyfi hjá stórveldinu (konunni), eftir smá nudd,  til að fá að stinga af frá matargestunum í miðjum klíðum, ég var nokkuð góður með mig með að hafa drullað mér á stað þó að ég væri orðin of seinn.

Þegar ég nálgaðist Árbæjarsafnið undraðist ég á því að það væri afskaplega slök mæting engir gamlir bílar sjáanlegir en þá kveikti ég loksins á perunni, ég var ekki of seinn heldur tæpum sólahring og fljótur Pinch myndin verður sýnd á morgunn.

það rættist annars ágætlega úr deginum eftir brösuglega byrjun, ég greip í tómt þegar ég ætlaði að skutla pabba niður á heilsuverndarstöð í hvíldarinnlögn, hann hafði farið að vandi niður á landakot það hafði orðið eitthvað rugl á prógramminu hjá honum og þegar ég var búin að finna út hvað varð af honum þá dreif ég mig heim aftur því veðrið var gott og mig langaði að fara út að vinna í torf og grjóthleðslunni.

þegar ég kom heim áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að fara niður í Asíuverslunina að kaupa kóríander, sem ég ætlaði að gera í leiðinni, ég dreif mig aftur í bæinn en þegar ég kom inn í verslunina var engin kóríander til aaaarrrrrrrrrggggg ein fýluferðin til byggða enn.

seinnipartur dagsinns var betri ég kláraði síðustu steinaröðina í seinni veggnum og setti möl í holurnar í heimreiðinni sem var orðin ljót eftir veturinn. Teskeiðin (litli traktorinn minn) stóð sig eins og hetja, enda er hann það.


Spökulerað sig í kleinu

Það skyldi þó aldrei vera að þeir sem stóðu að þessari rannsókn hafi spökulerað sig í kleinu

Er ekki bara sú einfalda skýring á viðbrögðum heilans sú að Heilinn tengi kynlíf við áhættu (sem það oft er, sérstaklega fyrstu kynni af því) ekki síður en að taka áhættu í fjármálum Wink


mbl.is Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttu kveðjur

Ég hefði látið mig hafa það að fara í sparifötin og brugðið mér til byggða, og meira segja til höfuðborgarinnar, til að sýna stuðning.

625px-Flag_of_Tibet_svg

En ég er að ferma yngsta erfingjann á sunnudaginn þannig að ég læt mig nægja að senda baráttukveður og þakka fyrir gott framtak. 


mbl.is Stofnfundur Vina Tíbets
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Latur í dag

það varð nú minna úr deginum en ég ætlaði.

ég vaknaði um klukkan 9 og dreif mig í bað, þar svaf ég í einn og hálfan tíma eins og mér var líkt.

nærst var að bíða eftir atvinnuleitandanum sem vinnumálastofnum sendi til mín hann sýndi mér próf frá thailenskum nuddskóla sem mér leist vel á en hann hélt áfram að lýsa því hvað thailenska nuddið væri vitlaust og lítið í það varið ég reyndi að leiða það framhjá mér því næst bað ég hann að sína getu sína í nuddi tengdadóttir mín var tilraunadýr og ég fylgdist með það var greinilegt að hann hafði farið á námskeið í thai nuddi en hann þurfti að hafa bókina með myndunum við hliðina á sér og fletta upp öllum stöðum og aðgerðum og þetta var eitthvað samkurl af thainuddi og einhverju öðru.

ég tjáði honum að hann væri ekki sá thai nudd sérfræðingur með mikla reynslu sem ég leitaði að  og annað verra að sá starfsmaður sem ég leitaði að yrði að hafa áhuga og trú á því sem hann væri að gera en ekki neikvæður í garð þeirra vinnu sem hann yrði að vinna, gæinn varð fokvondur, hélt því fram að það nudd sem hann gaf væri ekta thailenskt nudd en ég hef nokkur hundruð sinnum farið í thai nudd en aldrei lent í hans útgáfu (sem betur fer), og rauk síðan út.

Konan hringdi í mig um miðjan daginn hún hafði farið út að versla fyrir veitingarstaðin en komið við í góða hirðinum (sem hún kallar 50 krónur?) og var búin að fjárfesta í sófasetti og fataskáp fyrir 8000

ég svaraði fýlulega í síman og reyndi að gera mér upp meiri fílu en var til staðar og sagði bara já já okei þú ræður. Því eins og ég hef oft sagt þá er ég húsbóndi á mínu heimili og ræð öllusem konan stingur upp á eða samþykkir. þetta reyndist náttúrulega vera bölvað drasl eins og verðið gaf til kynna en allt í lagi og ég hugsaði hvað skildi vera langt í það að ég þurfi að burðast með þetta út í sendibíl og borga fyrir akstur og Sorpugjald væntanlega eitthvað álíka og kaupverðið var.

ég skellti mér á sýninguna í fífunni sem var frekar fátækleg af sýnendum en þeir sem þar voru voru góðir, þar hitti ég gamlan vin minn og sirka jafnaldra  ég sá hann síðast fyrir ári síðan en ég ætlaði ekki að þekkja hann hann hafði fengið krabba og það var búið að kroppa hina ýmsu hluti úr honum en það var flott að heyra í hinum hann var jákvæður og staðráðin að njóta hverra stunda sem eftir væri hversu margar sem þær væru þetta eru hetjur.

einnig hitti ég mann á vegum ferðaþjónustu bænda sem ég var aðili að þeir eru komnir með bókunarkerfi á síðuna sína þar sem hægt er að bóka og borga, það hafa verið of mikil brögð af því að fólk panti hjá mér og ætla svo að sjá til hvort þau geta notað daginn þegar að honum kemur, og afbóka með stuttum fyrirvara ef þau nýta daginn ekki. það er verulega svekkjandi þegar búið er að neita fjölda fólks um daginn því oftar en ekki þarf fólk sem er á biðlista hjá mér nokkra daga til að sjá hvort þau geti smalað í hóp. oftast næ ég ekki að fylla afpantaða daga og það er ekki gott.

matargestirnir komu um 7 leitið og það er glatt á hjalla hjá þeim núna og ég að Blogga.

 


Taka 2

Jæja ég ætla að reyna aftur að blogga sjá hvað ég endist.

núna ætla ég að hafa bloggið meira í stíl við dagbók, hugleiðingar fyrir sjálfan mig og væntanlega leiðinlegra fyrir aðra að lesa það :o(

mér fannst frekar lítið verða úr deginum í dag, ég vaknaði um 10 leitið og þurfti að fara í smá smöfl, bankann, byko, bílanaust að finna mótorpúða á varmahjólmótorinn í loftræstikerfinu því það heyrist of mikið í því, mistök í hönnun, og svo renndi ég við í blikksmiðunni Viðar teiknaði upp ristarstúta og soghólf sem ég þarf að fá hann til að smíða, spjallaði við feðganna og sagði þeim frá mistökunum þegar rafvirkinn setti 3x 400 volta tengil í stað 3x 220 við loftræstikerfið og þegar ég setti í samband þá sprakk allt draslið með látum, þeir töldu víst að rafvirkinn ætti að bæta tjónið ég sagði þeim að mér sýnist það ekki verða, þá sagði Einar gamli eins og oft áður, þeir missa sem eiga.

þegar ég var í Byko hringdi einhver þýskur gaur í mig og hafði fengið upplýsingar hjá vinnumálastofnun um að mig vantaði Thai nuddara, hann byrjaði á að segja mér að hann kynni Thai nudd og að það væri ekkert varið í það það væri algert bull, venjulegt nudd væri miklu betra og hann væri mjög góður í því við mældum okkur mót á morgun svo hann gæti sínt hvað í honum býr, ég verð nú að segja að ég geri mér ekki miklar vonir að hann er sá thai nudd sérfræðingur með mikla reynslu sem ég verð að fá.

þegar ég kom heim voru komnir gestir í gufu og pott í spahúsið, sem ég spjallaði lítilsháttar við, það var mikið hringt og meilað í dag vegna bókunnar í mat og spa.

Óskar hringdi nokkru sinnum í mig frá tælandi og var að fara á límingunum því útlendingastofa samþykkir ekki það foræðisvottorð sem kona hans er búin að fá sveitarfélaginu sínu í tví gang og láta þíða útlendingarstofa segir að það er gægt að líta á vottorðið sem heimild á ferðalag því það stendur að dóttirin megi fara til íslands með móðir sinni en ekki að dóttir konu hans geti stay and live in Iceland óskar var búin að græja alla þá pappíra sem hægt var að græja hér heima vegna dvalarleyfisins og búin að vera tvo mánuði úti í Thailandi að vinna í þessu en er að renna út á tíma. í gær var allt stopp í þessum málum vegna þess að það var fullyrt hjá útlendingastofu að það verði ekki farið í að afgreiða dvalarleyfi dótturinnar fyrr en dvalarleyfi móðurinnar verði endurnýjað en það rennur út eftir 5 mánuði en eiginkona Óskars sem þarf að sækja um dvalarleyfi á hverju ári. en það var dregið til baka í dag eftir alskinns lögfræðihótanir og þess háttar bull og leiðindi.

alltaf sömu skemmtiatriðin á þeim bænum.

Maggi kom og forritaði nía tíðnibreytinn við loftræstikerfið og við spökuleruðum í hitastýringar möguleika við elementið,

þegar gestirnir í spainu fóru skipti ég um perur og battarí í klukkunni í spainu

náði í jón hjá vini sínum og fór á bensínstöð til að ná í litaða olíu svo ég þurfi ekki að fara á morgun því á morgun ætla ég að nýta daginn á teskeiðinni minni (traktorsgröfunni) laga til eftir raf og heitavatns inntakið og halda áfram með hleðsluna.

matargestirnir voru komnir þegar ég kom heim ég spjallaði dálítið við þá og fór síðan að græja varmahjólsmótorinn það gekk allt saman upp ég tengdi hann og ræsti kerfið og að sjálfsögðu malaði allt eins og kettlingur og engin útsláttur eða aðvörunarljós komu. og breytingin á mótornum virkaði það heyrist valla í honum núna. Jibbý.

matargestirnir fóru um kl 10 óvenju snemma enda með mikið af krökkum.

og ég að prófa að blogga aftur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband