Færsluflokkur: Mannréttindi

Þriðja flokks þegn

 

mikið skil ég reiði mannsins vel, en ég hef verið giftur konu frá Asíu í rúm 25 ár og frá fyrsta degi hafa samskipti við ráðamenn útlendingamála einkennst af lítillækkun og fyrirlitningu. til dæmis þegar ég fyrst sótti um dvalarleifði fyrir þá kærustu mína (þá vorum við ekki búin að gifta okkur) til útlendingaeftirlitsins, sem þá var með starfsaðstöðu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, þá var ég tekin afsíðis af yfirmanni deildarinnar og varð að lofa honum að verða ekki ástfangin af konunni. ég gat lofað því því ég gat ekki orðið ástfangnari af henni en orðið var.

ef þér verður það á að eignast lífsförunaut sem er litaður þá verður þú að sætta þig við það að hann og hans fjölskylda er óæskilegur gestur á Íslandi og afgreiðsla mála unnin með þeim formerkjum "hvernig getum við losnað við þennan aðila" þó ljótt er frá að segja þá er þetta því miður mín reynsla.

 

 


mbl.is Óléttri eiginkonu úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband