Vonandi loksinns hægt að bjóða fólki upp á veitingar án þess að vera lögbrjótur

Þetta er frábær fétt, að mega bjóða fólki heim, hvort sem er í kaffisopa, mat, húslestur, prjónakennslu eða annað, gegn gjaldi, hefur verið mitt áhugamál síðustu ár en það hefur ekki verið heimilt hingað til (og jafnvel ekki heimilt þrátt fyrir þetta átak)

mér hefur fundist það sjálfsögð mannréttindi að mega bjóða gestum heim gegn gjaldi, hingað til hefur ekki einu sinni verið heimilt að baka muffins og selja í góðgerðaskini, hvað þá til að vera fjárhagsleg búbót fyrir heimilið.

það eru ekki allir sem geta hugsað sér að koma í kaffi eða annað heim til ókunnugs fólks og þess vegna ættu veitingahús sem hafa gengið í gegn um leyfafrumskógin ekki að óttast heimaveitingar þar sem þau hafa ótvíræða markaðsforgang þar sem allir eiga að geta mætt örugg á þá og njóta veitinga sem hafa verið tekið út og eða samþykkt af heilbrigðiseftiliti, eldvarnareftirliti, byggingafulltrúa, bæjarstjórn, vinnueftirliti og fleirrum fagaðilum.

þetta átak gleður mig óneitanlega. síðast þegar ég skrifaði um þetta hér á blogginu var 3/10 sjá hér:

http://www.bogi.blog.is/blog/bogi/entry/1195542/


mbl.is Forsetinn býður í pönnukökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband