Gaman væri að hitta Friðrik aftur

Það var fyrir nokkrum árum, þegar ég rak Tælandi skyndibitastað á horni Laugavegs og Smiðjustígs og var einnig með vandaðan Thailenskan veitingastað á efri hæð sama húss, að til mín kom eitt kvöldið óvenju hress hópur Dana sem var í góðu stuði og greinilega skemmti sér vel.

En í  kjölfar hópsins komu 4 skuggalegri menn og settust nokkrum borðum frá og virtust vera að fylgjast með Dönunum, það fór að renna á mig tvær grímur hvort þessi áðurkomni, glaðlegi Danahópur væri ekki allur þar sem hann sýndist, kannski væru þetta einhverjir afbrotamenn eða dópsalar sem fýknó væri að fylgjast með og farsælast væri kannski að vísa fólkinu úr húsi áður en ég myndi lenda í einhverju veseni með hópana.

ég ákvað að henda ekki fólkinu út heldur taka sénsinn um að allt yrði í lagi, ég spjallaði og fíflaðist með gestunum að vanda þegar þau voru búin að borða, og svo kom að því að einn úr hópnum vildi fá eitthvað verulega sterkt að borða, það sterkasta sem ég ætti til, það sterkasta sem ég átti til var forréttur svokallaðir Dínamít pinnar rétturinn samanstóð af sex pinnum sem hver fyrir sig var með einni hrárri tígrisrækju, einu fersku hvítlauksrifi og einum litlum chillí (sem er margfalt sterkari en stóri venjulegi Chillíin)

það var einungis einn ungur dökkhærður myndarlegur maður sem gat klárað allan skammtinn og hann fullyrti að þetta hefði ekki verið neitt skelfilega sterkt, þó svo að varir hans væru eldrauðar eins og á nývaralitaðri dömu og augun tárvot og fljótandi.

þegar kom að því að borga kom ein manneskja úr hópnum og rétti mér áberandi glæsilegt greiðslukort með kórónu og öðru skrauti og spurði mig hvort ég hefði séð svona kort áður sem ég neitaði þá upplýsti hún mig um hvaða konunglegi hópur þetta væri og ungi maðurinn sem kláraði allan Dínamítpinnanna var engin annar en eðalmaðurinn Friðrik krónprins.

Ég er nú með ómannglöggustu mönnum sem ég þekki en þetta var nú helst til mikið.

Já og hinn skuggalegi hópur sem fylgdist með kóngafólkinu voru Íslenskir og Danskir lögreglumenn (lífverðir)


mbl.is Friðrik og Mary á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband