Eins og flóttaleið alkans

Sú tálsýn að allt lagist við það að ganga í ESB, finnst mér keimlík tálsýn alkans þegar hann sér það sem lausn að flytja til að losna úr því umhverfið sem hann telur alltaf draga sig á fyllirí.

reynslan er sú að hvert í heiminn sem alin flytur tekur hann vandamálið "sjálfan sig" með.

Það er ekki til neins, og oft eikur aðeins kvölina, að skipta um umhverfi. Það verður að taka á (vandamálini) verkefninu þó að það er hundleiðinlegt og að maður verði að "taka niður fyrir sig" á leið niður úr sjálfsblekkingar turninum.


mbl.is Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er rangt mat hjá þér. Við inngöngu í ESB þá losna Íslendingar við gjaldeyrishöft og þá erum við einnig komin með efnahagstefnu sem vit er í.

Sé ekki afhverju við þurfum að ganga í ESB til að losna við gjaldeyrishöftin, það er alveg hægt án þess!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 13:41

2 identicon

Við inngöngu í ESB vilja útlenskir fjárfestar kannski verða "memm" aftur. Í dag erum við álíka hátt skrifuð og Kúba hvað varðar traust og trúverðugleika í viðskiptum.

Krónan er krabbamein. Hér munu ekki útlendingar fjárfesta næstu árin, nema kannski álframleiðendur sem þurfa að borga helmingi lægri laun í dag þökk sé krónunni.

Úlfar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Doddi, ef Íslendingar aflétta gjaldeyrishöftunum núna þá mun krónan sökkva eins og steinn. Evran mundi þá kosta eitthvað í kringum 350 til 400 kr, hugsanlega meira.

Ef lífeyrissjóðirnir færðu sinn erlenda gjaldmiðil heim til landsins þá væri þetta ekki vandamál.

Evran mundi þá kosta eitthvað í kringum 350 til 400 kr, hugsanlega meira.

Ef við tækjum okkur til að sleppa gjaldeyrishöftunum og taka á okkur skellinn og halda í krónuna þá værum við ekki lengi að jafna okkur úr þeirri lægð.

Ef við hins vegar tækjum upp annan gjaldmiðil núna á þessari stundu með tilkomandi kostnaði vegna lélegs gengis krónunnar (eins og það er metið í evrópu ekki hér heima) þá værum við líklegast árhundruð að vinna okkur upp úr þessari "kreppu".

Málið er bara það að hvorugur kosturinn er góður, persónulega kysi ég fyrri kostinn, harðindi í 1 ár er betra en harðindi í 100.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sammála! VIð verðum að bæta efnahag okkar og þá mun krónan ná sér aftur eða þá að við fáum efni á að skipta um gjaldmiðil. Að taka upp Evru án þess að hafa efni á því er áskrift á bankaáhlaup sem gæti valdið því að gjaldeyrishöftin færast inn í innanríkisviðskiptin líka.

Héðinn Björnsson, 27.4.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

án ESB.. mun AGF hirða auðlindirnar af okkur án þess að depla auga.. það gerist þegar við stöndum ekki undir afborgunum af lánum frá þeim arma sjóð..

Án ESB erum við auðvelt skotmark allra sem vilja gambla með gjaldeyrir

Án ESB geta flokkar eins og sjálfstektarflokkurinn valsað um og hagað sér eins og þeim dettur í hug með bankakerfið okkar

Án ESb munu framfarir innanlands verða mun hægari en ella.. 

svo skal ég hætta ða ESBa ykkur upp ;)

Óskar Þorkelsson, 27.4.2009 kl. 17:17

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Óskar, þú hlýtur nú að vera grínast.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband