Fleiri breytingar vegna kreppunnar í bígerð

Þar sem Kreppa kerling breytir rekstrarforsendum hressilega, bæði vegna mikið hærri skulda og kostnaðar þar af leiðandi einnig hafa hópar hjá mér minkað og allt of mikið af afbókunum á síðustu stundu.

Það er ekki lengur hægt að gera sérstaklega vel við fáa heldur verð ég að einbeita mér að því að gera minna fyrir fleiri.

IMGP0731

Núna um mánaðarmótin sé ég mig tilneyddan til að hætta með vönduðu Thailensku kvöldverðina þar sem hver hópur hafði húsið og kvöldið útaf fyrir sig og gat komið með sína drykki sjálf (þeir sem eiga pantað þurfa ekki að hafa áhyggjur ég stend við þær bókanir í formi einkasamkvæmis með gömlu uppsetninguna)

Gullnahliðið breytist yfir í Forsetakaffi sveitaveitingahús sem verður opið alla daga, fyrir gesti og gangandi, milli klukkan 11-23. Þar verður boðið upp á brúsakaffi, vöfflur, pönnsur, kleinur, flatkökur og Íslenska kjötsúpu þessu verður hægt að renna niður með bjór og öðru víni (verð með vínveitingaleyfi) 

 Það verður lokað fyrstu vikurnar í Júlí á meðan ég breyti og opnað seinnipart júlí ef ég verð ekki búin að selja allt heila klabbið í annarri tilraun á ebay.com sjá hér


mbl.is Viðræður um staðsetningu bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband