toppurinn á ísjakanum

 Ég er smeykur um það að þessar tölur eru einungis toppurinn á ísjakanum.

ég er að heyra, ekki alveg á hverjum degi, en nokkru sinnum í viku um einhvern sem ég þekki eða kannast við sem er fluttur eða að flytja út, og þá heyrist mér að flestir stefna til Noregs,

oft er það annar makinn sem er farinn til að gera klárt fyrir komu fjölskyldunnar, ég held að við erum ekki farin að sjá skráðan lögheimilisflutning í réttu hlutfalli við brottflutta.

Sjálfur hafði ég hugsað mér til flutnings en þar sem ekkert var hægt að selja af eignum sem maður telur sig eiga eitthvað í ennþá þá situr maður fastur.

en eitthvað verður maður að gera nú fyrir viku breytti ég Gullnahliðinu, vönduðum Thailenskum kvöldverðastað í SveitaCafé, sem bíður upp á te, kaffi, kakó, vöfflur,kleinur, pönnsur og naglasúpu (ísl. kjötsúpu) ásamt bjór og víni. staðurinn er opin frá 11-23.

Ég réð ekki lengur við að gera mjög vel við fáa heldur verður maður að reina að gera minna fyrir fleiri.

sjá nánar: www.1960.is

 


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg sammála þér Bogi með fólksfækkunina.. menn hafa oft sitt lögheimili á íslandi eins lengi og kostur er til að missa ekki réttindin hér heima ef illa fer erlendis..

 Ég er kominn með flugmiðann minn í hendurnar.. 1 sept !!

Óskar Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Bogi Jónsson

það verður missir af þér og nossararnir græða enn og aftur

Bogi Jónsson, 19.8.2009 kl. 17:54

3 identicon

Þetta er ekki endilega út af afkomu eingöngu sem menn vilja flytja. Ég held að það hafi orðið trúnaðarbrestur milli þeirra sem hafa ráðið ferðinni undanfarin ár og almúgans.Þetta er ekki bara út af krónum og aurum heldur að koma sér í umhverfi þar sem sæmileg réttsýni ríkir , ekki lönd eins og Ísland, Búlgaría ,Rússland,Nígería og sv.. framvegis

Hörður Halldórss (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband