22.8.2007 | 00:04
Átti Elvis 1958 Cadillacin minn?
Elvis átti alveg eins cadillac og ég keypti frá usa fyrir 3 árum, þetta er cadillac 1958 fleedwood sería 75 limo 8 farþega með rafmagns rúðu á milli bílstjóra og farþega, það voru einungis framleiddir rúmlega 700 svona bílar og það veit engin hvað varð um bíl Elvisar.
ég hef ekki fundið neina samloku, snakks eða pilluafganga bak við aftursætin svo það eru litlar líkur að þetta er bíllinn.
en fyrri eigandi, sem hafði átt bílinn í 20 ár, og breytti litnum á honum úr svörtum í gráan, sagði mér eftir að ég var búin að ganga frá sölunni að þegar hann keypti bílinn þá fylgdi sú saga honum að Kennedy fjölskyldan hafi átt hann.
kv Bogi
![]() |
Horfin byssa úr eigu Elvis Presley fannst í klósettskál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2007 | 10:33
Ólög kalla á vondar leiðir framhjá þeim
Það kæmi mér ekki á óvart að meira verði um svona ólöglegar gerðir til þess að koma fólki til landsins, eftir að lokað var á löglegar heimsóknir íbúa margra landa utan ESS 1 maí 2006, eða settar svo íþyngjandi höft á komu þeirra að ill eða ómögulegt er að uppfylla þau.
Að koma ólöglega til landsins bíður upp á alskyns misnotkun enda er (réttar)staða þeirra engu betri en skordýra.
kv Bogi
![]() |
Kom ólöglega inn í landið með íslenskri fragtflugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 22:35
Ég myndi ekki tíma að eiga hann
Þó að ég sé nú pínulítill bíladellumaður og á cadillac fleedwood limo árgerð 1958 og Ford AA vörubíl þá mindi ég ekki tíma að eiga svona dýran bíl
kv Bogi
![]() |
Bíll Steve McQueens seldist fyrir metfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 19:18
Ókeypis Lögga
Eitthvað myndi nú kosta löggæslan ef menningarnótin væri útihátíð, sem hún er, en samt ekki.
kv Bogi
![]() |
20 ungmenni færð í athvarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 00:05
Þarabað
Ég prófaði nýja trébaðkarið, sem ég er búin að setja upp á þak á baðhúsinu, fyllti það með heitu vatni og þara úr fjörunni ég lá í því í klukkutíma og sofnaði áð sjálfsögðu eins og er minn vani þegar ég fer í bað.
Húðin og hárið á mér er búin að vera jafn mjúk og nýpúðrað barnsrassgat í allt kvöld. Ég verð að passa mig á að bylta mér varlega í svefni í nótt svo ég renni ekki út úr rúminu
kv Bogi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 00:41
Saga #1 Sveitaball í Manhattan Auðbrekku
Fyrir nokkrum árum var skemtistaður við Auðbrekku í Kópavogi sem hét Manhattan, einhverju sinni auglýstu þeir að haldið yrði sveitaball á staðnum og mæltust til þess að gestir væru klæddir í sveitaballastíl.
Þar sem ég bjó í nágrenni staðarins, og var þar að leiðandi nokkuð fastur gestur þar ásamt félögunum, þá ákváðum við að mæta á svæðið.
við klæddum okkur upp í köflóttar skyrtur, gallabuxur, gúmmístígvéli og káboyhatta, mér fannst eitthvað vanta meira uppá til að fullkomna búninginn, svo ég fékk félagana til að stelast niður í Lund, sem var bændabýli rétt fyrir neðan þar sem ég bjó, þar brutumst við inn í hænsnahúsið og stálum okkur 3 hænum.
Dyraverðirnir ráku upp stór augu þegar við mættum á svæðið með lifandi hænur undir hendinni og ætluðu að stoppa okkur af, eftir nokkuð þref þar sem við héldum því fram að þar sem það var auglýst sveitaball og gestir beðnir um að vera á þeim nótunum þá væri þetta alsendis mjög eðlilegt og ástæðulaust að hefta för okkar nema kannski að þeir ætluðust til að hænurnar greiddu líka aðgangseyri sem okkur fannst ekki heldur samgjarnt þar sem þær væru eiginlega skemmtikraftar.
Gott og vel við fengum að taka hænurnar með okkur inn, við mikil fagnaðarlæti áhorfenda, hænurnar röltu stressaðar fram og aftur um dúkað borðið hjá okkur meðan við vorum að drekka, en svo fór að þær urðu og órólegar og drulluðu stórum klessum á borðið hjá okkur og þá fór að fara um áhorfendur. dyraverðirnir komu og sögðu okkur að fjarlægja hænurnar eftir dálítið þref varð það að samkomulagi að hænurnar yrðu settar í pappakassa niður í anddyri og við tækjum þær með okkur þegar við færum, okkur var tíðrætt um það í samningarferlinu að við værum annálaðir dýravinur og ekki kæmi annað til greina en hænurnar fengu eitthvað að borða og vatn að drekka meðan þær biðu í kössunum og var það gert.
þegar leið á kvöldið og Bakkus varð ágengari varð þetta hænudæmi ekki eins fyndið og það var í upphafi svo við félagarnir læddumst bakdyramegin út og skyldum hænurnar eftir hjá dyravörðunum.
Ég frétti það seinna að þegar húsið var orðið tómt þá sáu dyraverðirnir sér til skelfingar að þeir sátu uppi með hænurnar og nú væru góð ráð dýr, þeir tóku það til bragðs að fara með hænurnar út í næsta hús sem var lögreglustöðin þegar lagana verðir sáu hvers kyns var sögðu þeir "Þetta hefur hann Bogi verið með".
þá er fyrsta af mörg hundruð gömlum frægðar sögum komin á blað.
(nokkrum vikum seinna fór ég að vinna á Manhattan sem glasapía og salernistæknir)
kv Bogi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 22:25
rúmlega 88.888 að fljúga milli London og norðurlanda
ég sem hélt að eftir samkeppni Icelandair og Iceland express væri svo ódýrt að fljúga.
í skaðabætur þarf hann að greiða rúmlega 185.000 á hverja ferð sem hann fór.
það getur verið dýrt að reyna svona leiðir til að spara
kv Bogi
![]() |
Fangelsi fyrir að svíkja út farmiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 22:05
Bláar tunnur fyrir bláu blöðin en ekki spólurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 09:50
olíuhreinsistöð, vistvæn orka
mér finnst yfir höfuð óskynsamlegt að vera með olíuhreinsistöð á Íslandi, landi sem leggur metnað sinn í að og er orðið þekkt fyrir að leggja sig fram nið að nota vistvæna endurnýjanlega orku.
Þetta massar einhverveginn ekki saman.
kv Bogi
![]() |
Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 09:41
Þá værum við í slæmum málum tralla lalla la
Ég held að þeir sem eru hvað mest á móti erlendu vinnuafli hér á landi gera sér ekki grein fyrir þvílík búbót þeir eru fyrir almenning og þar að leiðandi þjóðfélagið.
Ef þeir hyrfu einn daginn þá værum við í slæmum málum "tralla lalla la" eins og tveir þjóðþekktir félagar myndu segja.
![]() |
Útlendingar 40 prósent starfsmanna við umönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)