30.8.2007 | 13:20
Ég var þar
Sniff er hættulegasta "eiturlyf" sem ég hef notað,
þegar ég var 13 og 14 ára þá var ég háður sniffaði ég sniffaði daglega með ömurlegum afleiðingum
við kunningjahópurinn byrjaði að sniffa í fikti flestir skynjuðu hættuna strax og hættu en ég gjörsamlega heillaðist af þessu fann fyrir miklu frelsi og losnaði frá áreiti umhverfisins þegar ég skynjaði "vímuna" og ekki fannst mér minna spennandi sá ofskynjunarheimur sem ég upplifði.
fljótlega fjarlægðist ég kunningjana þar sem þeim var ekkert farið að lítast á blikuna og fór að einangra mig með mínum nýa vin ofskynjunarheiminum. skólagangan fór eðlilega fyrir ofan garð og neðan ég hljóp oft heim í löngufrímínútunum til að sniffa og kom svo í einhverri annarri vídd í skólann aftur. ég man þá tilfinningu enn þegar ég var að detta smá saman inn í raunveruleikan aftur í miðri kennslustund gjörsamlega úti á þekjum. þetta var 1973 og 4 og litill sem engin skilningur á þessu í þjóðfélaginu en ég man þó eftir að þessi snifffaraldur sem gekk þá kom í fréttir því það var drengur sem varð fyrir alvarlegum varanlegum heilaskaða á þessu tímabili ég man eftir að það voru birtar myndir af honum ósjálfbjarga í hjólastól, það hafði ekki meiri áhrif á mig en það að ég hugsaði óheppin var hann og ekki meira með það, fíknin hafði heltekið hugan og hleypti engri skynsemi að.
Þegar leið á var ég fari að stama og átti mjög erfitt með að vera innan um fólk ég var farin að trúa að ofskinjunarheimurinn væri sá raunverulegi en hinn væri plat. það varð mér til bjargar að ég fór alltaf að sjá sömu ofsjónina sem var miður falleg og mér fannst það væri verið að aðvara mig um að nú væri farið að styttast í að ég dræpi mig á þessu.
ég fór að reyna að hætta sem var alveg ólýsanlega erfitt stundum þegar að ærast bæði á sál og líkama varð ég að taka bara einn sniff andardrátt og þá róaðist ég aðeins niður en það voru heljarins átök að taka bara eitt sniff. á þessu tíma þegar ég var að reyna að hætta var ég oft að því komin að gefast upp og taka mitt líf og var búin að planleggja margar leiðir en brást sem betur fer kjarkur þegar á hólminn var komið og þar vóg þyngst að ég myndi valda foreldrum mínum svo miklum sársauka með því, en mér var skítsama um sjálfan mig.
eftir árs baráttu fór ég að samlagast félögunum aftur. Ég trúi því að það var ekki mér að þakka að ég komst yfir þetta það hefur verið einhver æðri máttur, hvaða nafni sem hann nú nefnist, sem styrkti mig í þessu stríði. ári seinna þegar kunningjahópurinn fór að fikta við áfengi að þá sigldi ég í kjölfarið og seinna meir fór að nota önnur eiturlyf þangað til ég fór í meðferð og fékk góða hjálp við að hætta, en það er nú önnur saga.
Hvort það er sniffinu að kenna eða öðru að ég get ekki skrifað skammlausa setningu án Villupúka eða ógerlegt að muna tölur og slæmur með nöfn, þá nýt ég því að vera á lífi og laus við sniffið og önnur skynsemis brenglandi efni og þakka guði fyrir, hvaða nafni sem menn nefna hann,.
Því miður er áróður og kennsla máttlítil tæki en mikið betri en engin. í mínum huga þá er farsælast að eiga foreldra fyrir vini sem nenna að vera með manni og gefa sér tíma í það.
Kv Bogi
![]() |
Reynt að stemma stigu við sniffi unglinga í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 12:13
Takmarkinu náð?
Verður takmarkinu náð þegar flestir Íslendingar eru komnir í nám eða endurmenntun og restin er að kenna þeim? Því menntun er máttur og undirstaða framfara í samfélögum, eða svo er sagt, allavega af þeim sem hafa lifibrauð af námi.
Svo verðum við að nota (eða sennilega réttara sagt misnota) fátækari íbúa Ess svæðisins (því það er búið að loka á aðra íbúa heimsins) til að vinna fyrir okkur.
Ég er ekki alveg að skilja þetta, enda lítið menntaður, það hlýtur að vera gífurlegir fjármunir sem fara bæði í að halda þessu mentakerfi gangandi og framfleyta þeim sem eru í námi ég get ekki séð annað en þetta skrímsli stækki bara og stækki, og skila þessir fjármunir sér í alvöru til baka.
það væri gaman að sjá hversu miklir heildar fjármunir fara í menntakerfið á móti heilbrigðiskerfinu.
kv Bogi
![]() |
Háskólakennurum fjölgaði um 12% milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2007 | 21:48
Er þetta ekki bara starfsmaður vinnumálastofnunar
miðað við biðtíma og forneskjuleg vinnubrögð vinnumálastofnunar þá datt mér í hug að þetta hefði bara minnt á risaskjalböku en verið í raun einhver sérfræðingur vinnumálastofnunar sem hafði brugðið sér í sjóbað
kv Bogi
![]() |
Afar óvenjulegt að sjá skjaldbökur við Íslandsstrendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 17:47
Lokað hjá mér í 1 ár 3 mánuði og 28 daga
Framhald frá því í fyrradag
ég fékk bréf frá lögfræðingi mínum í dag. Hann hefur fengið svar við fyrirspurn um gang minna mála sem hann sendi félagsmálaráðuneytinu. þar kemur fram að úrskurður vegna kæru minnar á neitun atvinnuleyfis fyrir thai spa starfsmann frá 9 ágúst 2006 væntanlegur í byrjun september. ég er þó ánægður með það að þeir sjá að það er ekki hægt að þreyta mig nóg til að losna við mig enda helg ég að ég hafi eitthvert fílagen í mér ég er seinþreyttur til vandræða en ef mér er ranglega beittur órétti þá tekur áratugi að fyrnast yfir það þó að ég atist ekki í málunum með einhverjum látum ég reyni að fara á seiglunni eins og gamall díseltrukkur.
kv Bogi
28.8.2007 | 00:03
Sterk eru bræðrabönd
En fyrr má nú aldeilis fyrrvera og það miklu fyrr þessir bræður eru greinilega með lausa skrúfu og þyrftu að fara í Byko eða eitthvað annað í leit að ró.
Skyldi daman hafa verið á einhverjum lyfjum, ég á erfitt með að trúa því að hún hafi ekki orðið var við eitthvað, kannski þarf hún að fara með bræðrunum í Byko að leita að ró.
kv Bogi
![]() |
Sá um ástarleikina fyrir bróður sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 23:42
Sápu grínararnir fá prik frá mér.
Ég hef alltaf gaman að heyra af svona mein litlum hrekkjum.
Fyrir nokkrum árum, var einn kunningi minn að vinna hjá Val sem meðal annars framleiddi Vals tómatsósu, þessa fallega rauðu, liturinn á henni var fengin úr einhverju litardufti sem var svo sterkt að það var bara sett örlítið af því í lögunina, ef þú fékkst það á hendurnar varstu marga daga að ná því af, kunninginn hnuplaði stórum poka af duftinu einn daginn.
Þetta var á þeim tíma þegar Læragjáin (lækurinn sem var í Nauthólsvík) var vinsæll áningastaður fólks, eftir að skemmtistöðum lokaði klukkan 3. eina nóttina þegar lækurinn var fullur af fólki þá hellti hann úr öllum pokanum í lækinn stuttu seinna upphófust hin mestu læti úr læknum og fólk hentist uppúr læknum á Adam klæðum sallega jólasveina rautt á neðrihlutanum og hafa væntanlega verið það nokkra daga á eftir.
ellismella upprifjunar kveðja Bogi
![]() |
Sápa sett í gosbrunninn í Hafnargötu í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 21:49
Lokað hjá mér í 1 ár 3 mánuði og 26daga
framhald frá því í fyrradag:
það er ekkert að frétta af málunum í dag. ég ætla að reyna að setja eitthvað um málið á bloggið á hverjum degi til þess að pressa á mig að gera eitthvað til að þrýsta á málið á hverjum degi.
í gær setti ég á bloggið andsvar lögfræðings míns við umsögn vinnumálastofnunar.
kv Bogi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 12:37
Ástandið batnað stórlega
Það er reglulega talað um skrílslæti sóðaskap og ofbeldi hafi aukist í miðbænum.
Ég opnaði Kínarúlluvagn í miðbænum 1985 og var þar flest kvöld og nætur í nokkur ár á eftir það var fyrir tíma gsm síma, digital myndavéla og öryggismyndavéla á strætum og torgum. það var oft rósturssamt á nóttinni um helgar menn og konur börðu menn og konur reglulega og oftar en ekki þegar búið var að berja einhvern í götuna og haldið áfram að sparka í hann þá skarst maður í leikinn og dró þann barða á bak við vagninn og lét hann jafna sig þar það var aldrei neitt vesin þegar ég skarst í leikinn, enda ekki eins mikil notkun á örvandi lyfjum og er nú, ekki var óhætt að láta lögregluna vita því þá voru ólætin tengd vagninum í skýrslum og notuð til að útiloka áframhaldandi söluleyfi því í þá tíð voru, að áliti lögreglustjóra og hans manna að vagnarnir, sem voru þeir einu sem seldu fólki næringu eftir næturdrykkjuna, væru undirrót ólátanna í miðbænum. eitt sinn tók lögreglustjóri upp á því að loka vögnunum klukkan tvö á nóttinni en skemmtistöðvum lokaði þá öllum kl þrjú hann hætti fljótlega við þá aðgerð því ástandið versnaði snarlega.
Það er ekkert skrítið að ástandið í miðbænum versni ár frá ári því okkur fjölgar hér á landi ár frá ári bæði íbúum landsins og gestum. langstærsti hluti næturlífsins er staðsettur í miðborgini. þegar okkur fjölgar þá fjölgar jafnframt "svörtu sauðunum" sem sækja næturlífið þó þeir eru mjög lítið hlutfall af fjöldanum og þeir verða meira áberandi á svona litlum bletti.
Ég hef það á tilfinningunni að það eru nú miklu færri lögreglumenn á hvern gest í miðbænum um helgarnætur en var 1985.
Ég sé ekki betur að miðað við þá fólksfjölgun sem hefur átt sér stað í miðbænum um helgar þá hefur ástandið batnað stórlega.
kv Bogi
![]() |
Sóðaskapur og skrílslæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 11:14
Skólabúningar Já Takk
Ég hef ekki mikinn áhuga á skólakerfinu og var þeirri stundu fegnastur þegar minni skólagöngu lauk ég hef komið mér hjá foreldrafélögum því mér finnst eins og á hverju ári þykjast einhverjir rörsýnir spekingar vera að fínna upp hjólið (sem er löngu búið að finna upp)
en aftur á móti myndi ég fagna skólabúningum ég trúi því að þeir auðveldi börnum og unglingum að vera þeir sjálfir og það myndi auðvelda samskipti þeirra á milli.
kv Bogi
![]() |
Flestir vilja vera í skólabúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 21:56
Andsvar lögfræðingsins
Ég ætla að byrta hér að neðan andsvar lögfræðings míns við neikvæðri umsögn vinnumálastofnunar.
kv. Bogi
Félagsmálaráðuneytið
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
150 Reykjavík
Reykjavík, 30. apríl 2007.
Tilv. yðar: FEL06090007/2601-1
Efni: Andsvör við umsögn Vinnumálastofnunar um stjórnsýslukæru Boga Jónssonar f.h. Alheims ehf.
Til mín hefur leitað Bogi Jónsson, kt. 250560-4439, Hliði, Álftanesi. vegna fyrirtækis síns Alheims ehf., og falið mér að svara bréfi ráðuneytisins dags. 18. apríl sl.
Í bréfinu er umbj. mínum gefinn kostur á að láta í ljósi afstöðu sína til umsagnar Vinnumálastofnunar um kæru umbj. míns til ráðuneytisins, dags. 1. september 2006, á þeirri ákvörðun stofnunarinnar, dags. 9. ágúst 2006, að synja um veitingu atvinnuleyfis til handa Alheimi ehf. fyrir Anusorn Sawangchaitham, taílenskan ríkisborgara og mágkonu umbj. míns.
Málsatvik og helstu röksemdir umbj. míns koma fram í gögnum málsins og kæru umbj. míns. Þessi gögn munu vera í höndum ráðuneytisins og því óþarfi að rekja þau atriði sérstaklega. Vísað er til þeirra til fyllingar andsvörunum.
Umbj. minn hefur í meginatriðum tvennt við umsögn Vinnumálastofnunar að athuga.
I. Fullreynt er að finna hæfan umsækjanda innan EES. Um valdsvið Vinnumálastofnunar.
Af hálfu umbj. míns er í fyrsta lagi bent á að sá grundvöllur sem Vinnumálastofnun byggði synjun sína á og taldi koma í veg fyrir veitingu tímabundins atvinnuleyfis til umbj. míns er ekki lengur fyrir hendi. Til stuðnings synjuninni vísar stofnunin nokkuð almennt og óljóst til ákvæða 7. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga og EES-reglugerðar nr. 1612/68/EBE um frelsi launþega til flutninga innan EES. Einkum virðist vísað til forgangs EES-ríkisborgara fram yfir aðra útlendinga til lausra starfa hérlendis og þess að skilyrði tímabundins atvinnuleyfis sé að kunnáttumaður verði ekki fenginn innanlands. Umbj. mínum var í hinni kærðu ákvörðun síðan bent á að leita aðstoðar EES-vinnumiðlunar og svæðisvinnumiðlunar.
Umbj. minn fær ekki séð annað en að óumdeilt sé að kunnáttumaður í taílensku nuddi verði ekki fenginn til starfa á Íslandi. Það er löngu fullreynt af hans hálfu og hefur því reyndar hvorki verið mótmælt né hið gagnstæða sannað af Vinnumálastofnun.
Um ábendingu stofnunarinnar um að leita til vinnumiðlana vill umbj. minn geta þess að í vetur hefur hann árangurslaust leitað eftir starfskrafti eftir þessum leiðum. Umsóknir sem borist hafa gegnum EES-vinnumiðlunina hafa verið í besta falli ófullnægjandi og sumar reyndar fjarstæðukenndar. Af þessu tilefni er rétt að ítreka að umbj. minn vantar til starfa einstakling sem kann taílenskt nudd, sem er sérstök og afmörkuð tegund nudds. Þekking í annars konar nuddi kemur því engan veginn í staðinn, enda væri umbj. minn ekki í vandræðum með að finna starfskraft ef svo væri.
Þessu til staðfestingar fylgja erindi þessu 16 yfirlit með upplýsingum um mögulega umsækjendur sem EES-vinnumiðlunin sendi umbj. mínum, auk tölvupósts umbj. míns til forstarfsmanns vinnumiðlunarinnar dags. 6. október 2006.
Forgangur EES-borgara til starfa hérlendis er eðli málsins samkvæmt bundinn við það að meðal þeirra finnist, eftir venjulegum leiðum, einhver sem gegnt getur starfinu. Þar sem það hefur sannanlega ekki tekist bresta öll skilyrði til að takmarka umbj. minn við þann flokk umsækjenda.
Í því sambandi vill umbj. minn minna á stjórnskipulegar meginreglur um atvinnu- og athafnafrelsi og að lagastoð skortir fyrir því að leggja bönd á rétt umbj. míns til að ráða erlenda starfskrafta umfram það sem sérstaklega er mælt fyrir um í lögum og reglugerðum á þessu sviði.
Tilvísanir Vinnumálastofnunar til yfirlýsinga og fréttatilkynninga ráðherra koma málinu ekki efnislega við. Þær fela ekkert meira í sér en kemur fram í áðurnefndum réttarheimildum og geta þar að auki vitaskuld ekkert sjálfstætt lagalegt gildi haft sem réttarheimildir, óháð því hvort talið yrði að þessar yfirlýsingar og fréttatilkynningar fælu í sér strangari afstöðu að einhverju leyti til atvinnuréttinda borgara utan EES.
Ítrekað er að stjórnsýslan er lögbundin samkvæmt grundvallarreglunni sem er lögmætisregla stjórnsýsluréttarins. Afgreiðsla þessara mála sem og annarra getur einungis byggst á lögum og reglugerðum sem settar eru á grunni laga og geta stjórnvöld ekki farið fram úr heimildum sínum samkvæmt lögum til að hafa afskipti af athöfnum borgaranna. Sérstaklega gildir það á sviðum, eins og hér, þegar mál snúast um grunnréttindi borgaranna, eins og atvinnufrelsi og atvinnuréttindi í þessu tilviki.
Sérstaklega er mótmælt sjónarmiðum sem fram koma í síðustu málsgreinum umsagnar Vinnumálastofnunar um að einungis sé heimilt að veita atvinnuleyfi til útlendinga sem eru ríkisborgarar ríkja utan EES ef mjög ríkar ástæður eru fyrir hendi".
Umbj. minn fær ekki séð að þessi skilningur stofnunarinnar eigi sér lagastoð í lögum nr. 97/2002. Gildir það hvort sem lagatextinn einn eru hafður til hliðsjónar og því heldur ef lögin eru virt í ljósi áðurnefndra grunnreglna stjórnarskrárinnar, eins og vera ber. Þessi mjög svo stranga túlkun, sem myndi færa stjórnvöldum nánast algert geðþóttavald um atvinnuréttindi þessara útlendinga og þeirra sem vilja ráða þá til starfa, fær heldur ekki stoð í lögskýringargögnum með lögunum.
Þetta á því heldur við þar sem umbj. minn hefur sýnt fram á að engan hæfilegan umsækjanda er að finna, eftir venjulegum leiðum, á EES-svæðinu. Af sömu ástæðu mómælir umbj. minn sérstaklega tilvísunum stofnunarinnar til meintra fordæma í úrskurðum ráðuneytisins. Þegar af tilvísun stofnunarinnar sést að þeir hafa ekkert fordæmisgildi fyrir mál þetta af þeirri einföldu ástæðu að kærendur í þeim málum hafa, eins og segir í umsögn stofnunarinnar, ekki fullreynt að ráða ríkisborgara [EES-ríkis] og þar með ekki sýnt fram á nauðsyn þess að ráða umrædda útlendinga til starfa". Með vísan til þess sem fyrr kom fram og gagna sem fylgja umsögn þessari hefur umbj. minn einmitt sýnt fram á að fullreynt er, eftir þeim leiðum sem ætlast má til að farnar verði, að hæfur umsækjandi verði fundinn á EES-svæðinu.
Til stuðnings því að ekki sé fullreynt að finna starfskraft á EES-svæðinu telur stofnunin sig loks þess umkomna að benda á að umbj. minn geti til að mynda sent einstaklinga til Taílands á umrætt námskeið". Þó þessi ummæli dæmi sig eiginlega sjálf tekur umbj. minn það eitt fram að það verður ekki lagt á hann að standa straum af því að senda fólk til annars lands til að læra fag ef þegar er völ á fagfólki frá viðkomandi landi.
Af ofangreindu sést að grundvöllur synjunar Vinnumálastofnunar á umsókn umbj. míns, hvort sem hann var réttur eða rangur á sínum tíma, er í öllu falli ekki lengur fyrir hendi. Ber þegar af þeirri ástæðu að fella úr gildi synjun stofnunarinnar og veita umbj. mínum umrætt tímabundið atvinnuleyfi, svo hann geti komið rekstri sínum af stað.
II. Um sérþekkingu og mat á kunnáttumanni"
Í öðru lagi vill umbj. minn mótmæla rakalausum fullyrðingum Vinnumálastofnunar um að starfið sem um ræðir krefjist ekki sérþekkingar og tengdum sjónarmiðum sem fram koma í umsögn stofnunarinnar. Þeim fullyrðingum er mótmælt sem röngum og, verður að segjast, allt að því móðgandi.
Umbj. minn bendir á að það hvorki ekki í verkahring né á færi Vinnumálastofnunar að gerast einhvers konar matsstofnun um gæði eða innihald náms þess sem viðkomandi manneskja hefur stundað. Til slíkra starfa er stofnunin ekki ætluð og hefur hún hvorki til þess nægilega aðstöðu né heimildir að lögum til að leggja slíkt mat á nám í grein sem hún þekkir ekkert til í fjarlægum heimshluta og byggja íþyngjandi ákvörðun á slíkum niðurstöðum. Sérstaklega á þetta við þegar haft er í huga að athugun" stofnunarinnar hefur augljósa byggst á því að heimsækja heimasíðu viðkomandi skóla á netinu og skoða sig þar um án nokkurrar frekari upplýsinga- eða gagnaöflunar.
Orðið kunnáttumaður" í lögum nr. 97/2002 verður þar að auki ekki túlkað svo að einhver skilyrði um prófgráður eða nám standi þar að baki. Til að teljast kunnáttumaður getur fyllilega nægt reynsla í viðkomandi fagi. Í því sambandi bendir umbj. minn á að Anusorn hefur margra ára reynslu af taílensku nuddi auk viðkomandi prófgráðu.
Vinnumálastofnun nefnir auk þess í umsögn sinni, án þess að sýnilegur tilgangur sjáist með því í ljósi eðlis málsins og efnis ágreiningsins, kjör Anusorn samkvæmt ráðningarsamningi. Því er mótmælt að vísbendingar um kunnáttu eða gæði" þekkingar Anusorn verði lesnar út úr launum hennar, eins og hér háttar til sem og því að í sömu átt gangi sú staðreynd að sótt er um ráðningu í hlutastarf.
Umbj. minn bendir á að hann hefur lagt viðkomandi ráðningarsamning fyrir stéttarfélag samkvæmt lagafyrirmælum, sbr. b-lið 1. mgr. 7. gr. laga nr. 97/2002. Engar athugasemdir voru gerðar við hann hjá stéttarfélaginu.
Vegna þess að stofnunin dregur ofangreind atriði út og reynir þannig að slíta þau úr samhengi og gera tortryggileg vill umbj. minn, enda þótt það snerti málið ekki og honum sé það ekki skylt, skýra þau sérstaklega. Þau eiga sér í alla staði eðlilegar skýringar. Ráðningarkjör Anusorn taka mið af því að hún er mágkona umbj. míns og mun búa í fríu fæði og húsnæði hjá fjölskyldu sinni meðan á starfstíma stendur. Þar að auki er um áhættusaman frumkvöðlarekstur að ræða og verður því að gæta aðhalds í launagreiðslum fyrsta kastið. Það útskýrir einnig þá staðreynd að ráðið er í hlutastarf: umbj. minn telur varlegt að fara hægt af stað og byrja með starfskraft í hlutastarfi fyrst í stað, þangað til í ljós kemur með reynslunni hvort grundvöllur sé fyrir starfseminni.
Umbj. minn vill loks taka fram, enda þótt þess þurfi vart, að óheyrilegar tafir málsins og vöntun á starfsmanni hefur þegar valdið honum miklu tjóni. Sérhæft atvinnuhúsnæði fyrir þá starfsemi sem hann vantar viðkomandi starfskraft til hefur staðið autt og ónotað í næstum ár. Umbj. minn reiðir sig því á að ráðuneytið felli úr gildi ranga og óréttmæta ákvörðun Vinnumálastofnunar svo hann geti hafið starfsemi sem allra fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)