Strandaði þar sem 30 manns bjuggu í verbúðum

Ég var síst að skilja hvað lögreglan væri að gera á miðri innkeyrslunni hjá mér í kvöld mér datt fyrst í hug að hún hefði verið að elta einhvern drukkin eða próflausan ökumann sem sem hafði verið að reina að komast undan en lent í öngstræti hjá mér, því það var annar bíll stopp hjá löggubílnum.

svo var ekki heldur hafði trilla strandað við túnfótinn hjá mér á svo kölluðum Melhöfða sem er flæðisker sem fer á kaf á flóði. En þar bjuggu um 30 manns í verbúðum fyrr á öldum. sjá neðst á korti:

http://www.1960.is/index.htm

mér skilst að það hafi sem betur fer engin slys orðið á mönnum og þeir hafi vaðið út í björgunarbátana sem komu þeim til hjálpar trillunni verður væntanlega bjargað á flóði í björtu á morgun.

 


mbl.is Bátur strandaði við Álftanes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jibbý tvö mál leyst

Þar kom að því að eitthvað einhver mál leystust

1. eftir að hafa hringt í póstinn í þriðja sinn þá fékk ég að ná í pakkann minn upp á stórhöfða sem var búin að bíða tollafgreiddur og klár í útkeyrslu í tvær vikur, svo nú get ég farið að skipta um dekk á gamla Fordinum og komið honum aftur á stað eftir gay pride aksturinn ógurlega.

2. það ótrúlega gerðist Íslenskur maður giftist réttri manneskju fyrir nokkru og setti sig í samband við mig eftir að hann las grein í DV þar sem ek var að kvarta yfir mínum atvinnuleyfismálum kona hans hafði lært thai nudd en hafði takmarkaða reynslu hún hefur verið í að æfa sig hér hjá mér og er búin að ná þessu þannig að ég get opnað Alsælu (spa-húsið)en ég get bara veitt hluta þeirra meðferða sem í boði verða og takmarkaða opnun þar til ég fæ atvinnuleyfið fyrir spa sérfræðinginn.

Ég á eftir að láta laga heimasíðuna hjá mér og merkja við hvað af meðferðunum ég get farið að bjóða uppá sjá:  http://www.1960.is/iceland/spa_verd.htm 

 

kv Bogi


Bloggfærslur 19. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband