Alsæla opnar

Loksins loksins er komið að því að ég get opnað Alsælu spa.

sjá: http://www.1960.is/iceland/spa.htm

_C2P8783  _C2P8426  _C2P8740

Ég hef verið að bíða eftir að fá að ráða kunnáttumanneskju frá Thailandi til starfa síðan í apríl 06 og spahúsið hefur staðið tilbúið frá því í júní 06 en hef ekki geta byrjað fyrr því stjórnvöld hafa ekki talið að ég þurfi á kunnáttumanneskju að halda sem er utan ESS svæðis þó engin hafi fundist síðastliðið ár þrátt fyrir auglýsingar hér og á ess svæðinu.

Ég var svo heppin að Íslenskur maður giftist í vor Thailenskri konu sem býr yfir hluta þeirra þekkingar sem ég þarf. (það er einkennilegt að atvinnuöryggi fyrirtækis míns er undir því komið hvort landinn velji sér "rétta" maka) þannig að nú get ég opnað með hluta af þeirri þjónustu sem ég kem til að bjóða upp á þegar ég fæ að ráða sérfræðinginn, en umsóknaferlið og kæra í kjölfarið hefur staðið í vel á annað ár og ekki útséð um það ennþá.


Bloggfærslur 23. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband