Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort umsóknatferlið taki jafn langan tíma fyrir Íslenska Aðalverktaka og það tók mig, að reyna að fá sérfræðing utan EES til starfa.
það tók 9 mánuði að fá neitun á atvinnuleyfinu eftir að hafa verið búin að skila inn þeim gögnum sem um var beðið svo sem sakavottorði, umboðum ráðningarsamningum samþykktum af verkalýðsfélagi, tryggingum og rökstuðning fyrir þörfinni á sérfræðingnum. einnig var ég búin að auglýsa bæði hérlendis og á EES svæðinu eftir starfsmanni með þá sérfræðiþekkingu og reynslu sem mig vantaði.
Vinnumálastofnun sendi mér á annan tug starfsumsókna frá fólki innan EES,ein umsækjandi sagðist búa yfir þeirri sérþekkingu sem mig vantaði, ég svaraði öllum umsækjendum og ítrekaði við þá hvort þeir hefðu þá sérfræðiþekkingu sem ég þarfnaðist, einn umsækjandi svaraði og sagðist ekki búa yfir þeirri þekkingu sem mig vantaði.
Næsta skref var að kæra neitunina til félagsmálaráðuneytisins það tók aðra 9 mánuði að fá neitun á þeim bænum, á meðan stóð nýbyggt og sérinnréttað hús undir starfsemina autt því sérfræðinginn sem vantaði til að hefja rekstur fékk ekki atvinnuleyfi.
Nú er neitunin og umsóknarferlið í skoðun hjá umboðsmanni Alþingis og hefur verið þar frá því í september 2007 það gengur eitthvað erfiðlega fyrir umboðsmann að fá gögn frá félagsmálaráðuneytinu þrátt fyrir ítrekaðar ítrekanir.
í dag, tveimur árum síðan að atvinnuleyfisumsóknin var lögð inn, hef ég ekki getað haldið úti rekstri þeim hluta fyrirtækisins sem er byggt upp á þeirri sérfræðiþekkingu sem ég þarfnast nema með hálfkáki því ekki hefur fundist starfsmaður með þá kunnáttu og reynslu sem til þarf og er tilbúin að vinna á Álftarnesi.
fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér ferlið í smáatriðum geta séð það "HÉR"
![]() |
Sækja um leyfi fyrir 100 sérfræðinga frá Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)