22.2.2010 | 00:06
Síðustu fjögur ár í fjötrum
Greiðsluþrot míns sveitafélags var enn eitt "skemmtiatriðið" sem hefur dunið á hjá mér síðustu ár.
Það gladdi mig ekki mikið þegar Álftaneslistinn komst hér til valda fyrir tæpum fjórum árum, með tveggja eða þriggja atkvæða mun, þar sem þeir höfðu barist á móti búsetu minni og uppbyggingu hér að Hliði, og það myndi kosta það að næstu ár yrði ég að láta eins lítið fyrir mér fara og möguleiki væri. Og eins og allir vita þá fer illa saman ferðaþjónusta og að láta lítið fyrir sér fara!
Ekki varð gleðin meiri þegar mér var neitað um atvinnuleyfi fyrir kunnáttumanneskju sem mér var nauðsynleg til að geta opnað sérhannað og nýbyggt Thailenska spaið. en spaið stóð tilbúið til reksturs í tvö ár meðan ég var að reyna að fá leyfið eða finna manneskju. en það var nú um síðustu mánaðarmót eftir tæp fjögur ár og fimm félagsmálaráðherra að það var viðurkennt að félagsmálaráðuneytið braut á mér lög með neitun atvinnuleyfisins (sjá álit umboðsmanns alþingis: http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1310&Skoda=Mal )
Ekki bætti úr skák þegar bankarnir hrundu og lánin vegna framkvæmdanna hækkuðu stjarnfræðilega og illmögulegt var að standa í skilum þar til síðasta sumar þegar viðskiptin tóku að dala og svo gott sem hurfu, þá hvarf greiðslugetan.
ekki var möguleiki á því að sveitafélagið gæti yfirtekið húsakostinn því það var líka komið í greiðsluþrot
og eins og hjá allt of mörgum þá er engin lausn hjá bankanum og hann virðist ekki vita hvað hann vill gera :o( á meðan byrjar allt að grotna niður þar sem ekki er hægt að gera plön um að ná í ferðamenn eða aðra þegar ég veit ekki hvort eða hversu lengi ég fæ að vera hér ARRRRRG.
en eftir fjögra ára stanslausa baráttu og argaþras við ráðamenn og konur, skal nú viðurkennast að það er farin að koma þreyta og uppgjöf í kallinn og hann er farinn að hugsa æ oftar eins og forfeður okkar um áramót: koma það sem koma vil, veri það sem vera vil, mér og mínum vonandi að meinalausu.
En ég hef alltaf sagt að það sem maður gerir verður maður að gera vel, þannig að ef ég verð gjaldþrota þá er ekki verra að búa í gjaldþrota sveitafélagi í gjaldþrota landi
Jæja þá er ég búin að ryðja út úr mér uppsöfnuðum neikvæðis lestri og verð væntanlega miklu brattari á eftir :o)
Íbúar Álftaness búnir að fá nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
Athugasemdir
það er ekki bjart útlitið hjá þér Bogi, og ekki heldur ef litið er á landið í heild. Ísland er hrunið og á sér varla viðbjargar von á næstu árum. Gangi þér og þínum sem best.
Óskar Þorkelsson, 22.2.2010 kl. 04:20
Hæ Óskar sér þú nokkuð eftir að hafa farið til Noregs?
Bogi Jónsson, 22.2.2010 kl. 11:31
Þú stofnar bara nýtt hlutafélag og gerir dónatilboð í þrotabúið.
Offari, 22.2.2010 kl. 13:55
ég kann það ekki og er ekki viss um að ég vilji kunna það
Bogi Jónsson, 22.2.2010 kl. 15:24
Nei Bogi, efnahagurinn hefur batnað töluvert á stuttum tíma og fer bara batnandi. .. töluvert um thai spa hér og mjög vinsælt.
Óskar Þorkelsson, 22.2.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.