22.2.2010 | 11:28
Vatn í vín
Var það ekki þessi gæi sem breytti vatni í vín, hann hefur þá eflaust getað breytt vatni í bjór þegar honum langaði meira í bjór en vín
Mynd af Jesús með bjór vekur reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það er lítið mál að breyta vatni í vín ef þú átt sykur og ger.
Offari, 22.2.2010 kl. 13:51
Já og það hafa mörgum minni manna tekist að breyta víni í vatn á þann hátt, meira segja mér þegar ég var um 13 ára þá tók löggan 200lítra af gambranum mínum við húsleit við lítil fagnaðalæti foreldra minna
Bogi Jónsson, 22.2.2010 kl. 15:22
Sæll Bogi.
Ég man að krækiberjasaftin hennar ömmu minnar sem var geymd í gömlum notuðum áfengisflöskum, ýmist með skrúfuðum töppum eða lokað með korktöppum með smjörpappír yfir og hert að með teygjum, ekki mjög loftþétt, átti til að létta mörgum lundina örstutt eftir neyslu saftarinnar. Þú og hann Ésú minn ásamt ömmu minni eruð öll kraftaverkafólk.
Amma mín slapp við lögguna, þitt var gert upptækt en Ésú var tekinn seinna fyrir þessi og fleiri kraftaverk og lét lífið. Þar slappst þú vel Bogi minn...
Með kveðju, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 22.2.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.