Ég samhryggist

Það er ekki auðveld ákvörðun að hætta rekstri sem búið er að byggja upp af metnaði, það er enn erfiðara að breyta metnaðarfullum rekstri á þann veg að vanda ekki til verks ein vel og manni finnst ásættanlegt, einungis til þess að reyna að bjarga afkomunni.

Í lok síðasta vors þegar ég fór að verða alvarlega var við afleiðingar kreppunnar, fyrst hætti pöntunarsíminn að hringja síðan lifnaði aðeins yfir honum aftur um tíma en þá var það mest afpantanir, þá tók ég þá ákvörðun að ég yrði að reyna líka að gera minna fyrir fleiri í stað þess sem áður var að gera mikið fyrir fáa.

ég breytti veitingarstaðnum í einskonar þjóðlegt "kaffihús" fyrir gesti og gangandi þar sem boðið var upp á flatkökur með hangikjöti, pönnukökur, kleinur, vöfflur með rabbarbarasultu og rjóma einnig íslenska kjötsúpu, einnig te, brúsakaffi og kakó með rjóma, einnig fékk ég mér vínveitingaleyfi. en samt sem áður bauð ég enn upp á gömlu útfærsluna af vönduðu thailensku einkasamkvæmunum en þá var húsið lokað fyrir öðrum gestum og ég lokaði fyrir mínar vínveitingar þannig að gestir gátu eins og áður komið með sína drykki. það var opið alla daga vikunnar frá 11-23 við  reyndum þetta í fimm mánuði og við hjónin sáru þarna 15 tíma á sólahring sjó daga vikunnar.

fljótlega gáfumst við upp á því að bjóða upp á kjötsúpuna þar sem hún þurfti að vera elduð og tilbúin fyrir opnun og ef engin pantaði hana þá fór hún í ruslið eða hænurnar, hænurnar voru nú reyndar farnar að hlaupa skrækjandi í burtu þegar ég birtist með pottinn Devil þær voru búnar að fá sig fullsaddar af henni.

í stað kjötsúpunnar buðum við upp á séreldaða thailenska rétti, það lifnaði aðeins yfir við það, en ekkert að viti þannig að um áramótin styttum við opnunartímann niður í laugardaga og sunnudaga svo við hjónin fengum ekki legusár á óæðri endann á því að sitja og bíða eftir viðskiptavinum Frown 

Í dag er staðan æði vonlaus viðskiptin fjórðungur á við það sem áður var, skuldirnar helmingi hærri en áður var og markaðsverð eignanna fjórðungur af því sem áður var. þannig að að öllu óbreyttu sé ég ekki fram á annað en gjaldþrot, en það er þó huggun harmi gegn að búa í gjaldþrota sveitafélagi í gjaldþrota landi. Sick

Það er þessi óvissa og andhverfa við frasann "ekki gera ekki neitt" sem hvílir eins og mara yfir þjóðfélaginu. Ég átti von á því að bankinn myndi ganga að eignunum í lok síðasta árs og þá vissi maður hvar maður stæði. það er engin hvati til staðar við að reyna að rífa viðskiptin upp þegar umhverfið er svona því það tekur einhverja mánuði að koma einhverju lífi í hlutina, sérstaklega þegar engir peningar eru til í auglýsingar, og ég veit ekki hvort ég verð á svæðinu eftir nokkra mánuði, það er í höndum Íslandsbanka Pinch

En þrátt fyrir þetta svartsýnis raus hér að ofan þá er kreppan ekki alslæm, því það var komin allt of mikill hraði í þjóðfélagið við áttum erfitt með að njóta augnabliksins því við vorum alltaf að flýta okkur, við hugsum öðruvísi erum orðin frjórri í hugsun og njótum betur þess sem við eigum. það eru fjöldi skemmtilegra verkefna framundan sem mig langar að takast á við, þegar ég næ fótfestu eftir þá óvissu sem ég er í núna.

Ég er þess fullviss að framtíðin hjá okkur verði mun fallegri en hún hefur verið, þegar þessum erfiðu fæðingarhríðum líkur.

Með gamalli hippa kveðju  PEACE 


mbl.is Búið að loka Friðriki V.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælir vinur

það er svona að vera með ákvarðana fælið lið að stjórna

kv

Maggi

Maggi (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband