20.4.2010 | 10:00
Pabbi teiknaði nokkur hundruð örsmáar sjávarlífverur
Það er magnað hvað mikið er til af lífverum sem við gerum okkur ekki grein fyrir.
Pabbi (sem andaðist síðasta haust) hafði það fyrir stafni síðustu árin að safna og teikna upp, í gegn um smásjá, örsmáar sjáfarlífverur frá 0,3mm til 3mm, sem hann hafði fundið aðallega við Flatey á Breiðarfyrði, í Fossvogi og í fjörunni við Hlið á Álftanesi.
þetta eru ornar nokkur hundruð myndir sem hann teiknaði af dyrum bæði þekktum og öðrum sem ekki er vitað til að fundist hafa áður. Stórmerkilegt safn af hinum ótrúlegustu skepnum
Ég er með nokkra tugi mynda hans til sýnis á veitingastað mínum Gullnahliðinu að Hliði Álftanesi, þar sem þær hafa vakið undrun og ánægju gesta
Huliðsheimur afhjúpaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Bogi
Þú mátt vel vera stoltur af föður þínum, hann hefur greinilega verið drátthagur.
Arnar Pálsson, 20.4.2010 kl. 10:44
Takk fyrir Arnar, já kallinn leyndi á sér
Bogi Jónsson, 20.4.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.