225.is

Það er skelfilegt að þessi rannsóknarskýrsla komi ekki fram fyrir kosningar

Ef ég væri með fólk í vinnu og sum þeirra væru sterklega grunuð um að hefðu skemmt og eyðilagt fyrir mér, hvort sem væri viljandi eða óviljandi, þá væri ég ekki sáttur við að þurfa velja einhverja úr hópnum til að gera fjögurra ára starfsamning við áður en ég fengi vitneskju um hver hefði valdið mér skaða og hver ekki.  

Nokkrar áhugaverðar greinar

 


mbl.is Skýrsla um Álftanes birt eftir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Þetta er rétt minn kæri. Í samræmi við þínar áhyggjur þá þá þurfa íbúar að kjósa þau tvö framboð sem hefur nýtt fólk í forystunni. 

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 21.5.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Sæll Kristján

í mínum huga er þetta ekki alveg svona einfalt.

Frá því hrunið varð þá hef ég verið einlægur stuðningsmaður persónukjörs. Þá er ég ekki að tala um persónukjör innan flokkamaskínanna heldur þar sem hinn almenni kjósandi getur valið þær persónur sem hann treystir burtséð frá því og hvort sú persóna er í stjórnmálaflokk, kökuskreytingarklúbb, íþróttafélagi eða flugáhugafélagi.

sú aðferð að stjórnmálaflokkar stýri ríki eða bæ hefur fengið möguleika í áratugi til að sanna sig og við sjáum berlega í hvaða miður glæsilegu stöðu við erum í núna.

Því miður er persónukosning ógerleg í dag meðan einhver flokkur/listi bíður sig fram. Þess vegna ákvað ég að vinna með L listanum Óháðu framboði. L listinn er samansafn af kraftmiklu jákvæðu fólki sem elskar sitt sveitafélag og svíður það sárt í kvaða stöðu það er í. Við  samanstöndum af 13 venjulegir Álftnesingar ólituð af argaþrasi stjórnmálanna síðustu misserin og 1 umdeildur reynslubolti úr pólitíkinni með svo ríka réttlætiskennd að hann er óhræddur við að segja það sem honum býr í brjósti, þar að leiðandi hefur það áhrif á "vinsældarlista hans" 

Mín tilfinning er sú þó svo að ný andlit eru á listum gömlu flokkanna þá er sama ógnaraflið á bak við "tjöldin" í flokkunum sem nýu andlitin meiga sín lítið gegn.

Segjum svo að hópferðafyrirtæki hafi lagt það í vana sinn undanfarin ár að sneiða framhjá áhugaverðum stöðum sem farþegum var lofað að komið væri við á en þess í stað komið við á öðrum stöðum sem hentar eigendum og starfsmönnum betur. Til þess að forðast það að viðskiptavinir leiti annað og hópferðafyrirtækið líti betur út þá eru rúturnar málaðar og gerðar fallegar og skipt um bílstjóra, og látið í það skína að nú eru nýir tímar og búið að gera upp fortíðina. þannig geta eigendur og starfsmenn haldið áfram uppteknum hætti.

Ég tók eftir því að þú skrifaðir hér að ofan: "Í samræmi við þínar áhyggjur þá þá þurfa íbúar að kjósa þau tvö framboð sem hefur nýtt fólk í forystunni."  Þú ert væntanlega að benda á að Guðmundur er í forustunni hjá okkur, en þú getur óhræddur kosið okkur, en þar sem ég þykist nú vita það að þér líkar ekki við Guðmund þá getur þú sýnt það í verki bara strikað hann út

Bogi Jónsson, 22.5.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir. Ég sé að kosningabaráttan er á fullu hjá ykkur.

Jón Pétur Líndal, 22.5.2010 kl. 13:44

4 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Sæll Bogi

Draumur manna fyrir kosningar um framboðslista er gjarnan því miður öðruvísi en blákaldur raunveruleikinn eftir kosningar.

Þó listi samanstandi af 13 kraftmiklu jákvæðu fólki með flottar hugsjónir þá er sá sem nær kjöri sá aðili sem hefur fengið í raun persónukjör og getur gert það sem honum sýnist. 

Reynsla mín af sveitarstjórnarmálum er að frekir oddvitar listanna hrifsa til sín öll þau völd sem þeir geta og beita þeim og misbeita. Þá er ég hugsi yfir því hvað frekir og yfirgangssamir oddvitar geta stjórnað mörgum svokölluðum samherjum eins og strengjabrúður. Nægir þar að nefna Davíð Oddsson og hans hirð. Hér á Álftanesi eru samsvarandi dæmi ss. núverandi oddviti D-listans Sjálfstæðismanna á Álftanesi  á sama tíma sem sami maður er einnig oddviti framboðs L-lista sem segist vera óháð stjórnmálaflokkum.

Ég sé ekki betur en L-listi samanstandi af 10 vel tengdum sjálfstæðismönnum og oddviti L-listans er sjálfstæðismaður nr. 1 á Álftanesi nú síðustu áratugi.

En eins og sveitarstjórnarlög eru þá er kjörinn bæjarfulltrúi óbundinn af af öllu nema sínum duttlungum. Ég man engin dæmi um að aðstandendur framboða stjórni ákvarðanatöku bæjarfulltrúa, allavega er engin hefð fyrir því. 

Svo er reynslan að þingmenn og bæjarfulltrúar sem ekki eru fulltrúar hefðbundinna stjórnmálaflokka telja sig hafa meira sjálfdæmi til að hundsa framboðið, grasrótina og kjósendur. Nýleg dæmi: þingmenn Borgarahreyfingarinnar, frjálslyndir í borgarstjórn og óháði bæjarfulltrúinn í Á-listanum. 

Í lokin vek ég athygli á að sveitarfélagið hefur verið nær stjórnlaust frá síðasta sumri vegna deilna og innbyrðis átaka bæjarfulltrúa. Að deilunum hafa allir bæjarfulltrúar komið þó sumir meir en aðrir. 

Mitt mat er að skipta þurfi út öllum bæjarfulltrúunum til að tryggja vinnufrið í bæjarstjórn svo hún starfi eðlilega og hafi burði til að taka þær nauðsynlegu ákvarðanir sem hennar bíður. 

Niðurstaða:  Íbúar þurfa að kjósa B-lista Framsóknarmanna eða S-lista Samfylkingar til að tryggja starfhæfa bæjarstjórn.

Með góðri kveðju,

Kristján Sveinbjörnsson

.

 

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 22.5.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband