25.5.2010 | 08:27
Nú er tækifæri
Nú er kjörið tækifæri að taka saman höndum og styðja við áform samfylkingarinnar um að taka upp evru eða alla vegana binda krónuna við gengi evrunnar svo við getum tekið fullan þá í næsta hruni.
Evrópsk hlutabréf lækka mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er víðar erfiðleikar en á Evrusvæðinu. Í morgunfréttum kom fram að það hefði orðið lækkun á hlutabréfum á Evrusvæðinu, en hver var orsökin? Það var mikil dýfa sem varða á hlutabréfamörkuðum í Bandríkjunum. Það væri full ástæða fyrir þig, sem ert greinilega andstæðingur aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, að huga að því hvaðan mesta hættan stafað, því að annað stórhrun kunni að koma yfir heiminn.
Þar er hættan hjá Bandríkjunum, sem hafa rekið ótrúlega óábyrga stefnu í ríkisfjármálum, allt frá því Ronald Reagan varð forseti hafa þeir rekið ríkissjóð með gífurlegum halla, aðeins Clinton kom nokkrum skikki á fjármálin. Svoo fór allt um koll með Bush og Íraksstríðinu. Ef Bandríkjamenn gætu ekki stöðugt selt Kínverjum ríkisskuldabréf væru þeir mjög illa staddir. Þeir eru því miður á fleygiferð fram af hengifluginu, þegar Kínverjar hætta að kaupa finnst enginn sem getur komið í þeirra stað.
Vandi Evrópusambandsins, eða réttara sagt ákveðinna ríkja innan þess, er ekki Evrunni að kenna. Það er óráðsíu þessara ríkja að kenna. Grikkir hafa, svo dæmi sé tekið, hagað sér eins og fávitar í ríkisfjármálum. Rekið sinn ríkissjóð með stöðugum halla og fölsuðu tölur til að komast í Evrópusambandið, þangað inn átti þeir aldrei að komast. Við þetta bætist landlæg spilling og stöðugur þjófnaður úr opinberum sjóðum. Ef Grikkland væri utan ESB og væru enn með sinn gjaldmiði,l drökmuna, gætu þeir endalaust fellt gengið og það mundi gjörsamleg eyðileggja lífskjör þjóðarinnar og gæti ekki endað öðruvísi en með þjóðargjaldþroti.
Eina von Grikkja um fjarhagslega endurreisn byggist á aðild þeirra að Ecrópusambandinu.
Eigum við ekki að vara sammála um að ræða málin með rökum og víðsýni, ekki skríða stöugt inn í afkma ofstækis?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.5.2010 kl. 10:08
Ég vildi þúsund sinnum heldur hafa vandamál evrópubúa í hagstjórn en okkar vandamál.
Vinir mínir búsettir í Evrópu tala um kreppu í heiminum á heimspekilegum nótum, hún er ekki eitthvað sem hefur snert líf þeirra ennþá. Verðlag er svipað, afborganir lána einnig.
Það mætti bjóða mér þau hlutskipti.
Kári Harðarson, 25.5.2010 kl. 11:06
Sælir. Við ættum kannski bara að vona að atvinnuleysið hér fari í 15-20% svo við verðum jafnfætis ESB löndunum flestum á því sviði. Ef það gerist ekki núna þá kemur þetta atvinnuleysi allavega þegar við höfum tekið upp Evruna.
Þegar við skoðum aðeins fleira daga aftur í tímann og athugum hvað olli dýfunni á hlutabréfamarkaði í USA, þá er nú aðalástæðan fyrir henni sú að Bandaríkjamenn óttast að efnahagur ESB landanna sé alltof mikið í mínus, þ.e. ríkin orðin of skuldug, vegna Evrunnar. Þannig að þessar lækkanir á hlutabréfamörkuðum undanfarið má alfarið rekja til Evrunnar og skuldastöðu Evrulandanna. Þó það sé auðvitað alveg rétt að efnahagsstefna Bandaríkjanna sé ferlega vitlaus, þá er hún þó ekki eins vitlaus og efnahagsstefna ESB.
Ég vil nú líka styðja betur við þessar staðhæfingar mínar með því að benda á að nú hafa t.d. stjórnvöld í mið-austurlöndum ákveðið að fresta því að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil í ljósi þess hve illa tókst til í Evrópu með Evruna.
http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/05/23/fresta_stofnun_myntbandalags/
Og að lokum má ekki gleyma því sem fyrrverandi bankastjórni Þýska seðlabankans heldur fram, að lítil ríki eigi að láta Evruna eiga sig. Það er mjög skynsamlega mælt hjá honum.
http://www.evropuvaktin.is/frettir/15038/
Með ofangreind splunkuný rök og ótalmörg fleiri ný og gömul í farteskinu er ég ekki að skilja hvað menn eru að fara þegar verið er að lofa Evruna og vonast til að Ísland taki hana upp á næstunni. Það er algjörlega vanhugsað og út í hött að taka þennan gjaldmiðil upp hér.
Jón Pétur Líndal, 25.5.2010 kl. 18:10
Hvernig hefur Bandaríkjamönnum tekist að hafa einn gjaldmiðil fyrir sitt stóra og sundurleita ríki? Eru uppi raddir vestanhafs að hvert ríki USA taki upp sinn eigin gjaldmiðil?
Það er langt seilst til að koma höggi á Evrópusambandið og þá fyrst og fremst Evruna að kenna lækkun á skuldabréfamörkuðum vestra sé Evrunni að kenna. Það eru held ég flestir sammála því að sterkasta fjárhagskerfi heims fram til þessa ( það kann að breytast) Bandaríkin eigi undir högg að sækja vegna Evrunnar. Alheimskreppan skall fyrst á í Bandaríkjunum, ekki síst með falli Lehman brothers. Og hvaða ríki Evrópu fékk síðan versta skellinn? Það var Bretland. Er þeirra gjaldmiðill Evra? Ekki þegar ég síðast vissi, það var og er Pundið. Sá gjaldmiðill á í en meiri vandræðum en Evran.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 26.5.2010 kl. 20:39
Sæll Sigurður. Ég er bara að éta upp fréttir frá Bandaríkjunum þegar ég held því fram að Evran sé núna að valda lækkunum á fjármálamörkuðum þar. Þeir slá upp nýjum fréttum um þetta á hverjum degi. Þeir hafa ekkert verið að tala um að taka upp nýjan gjaldmiðil, en þeir eru duglegir að senda erindreka til Kína til að grátbiðja Kínverja um að breyta gengisskráningunni á Yuaninu. Þetta sýnir að þeir hafa miklar áhyggjur af sínum gjaldmiðli enda hefur sterk staða dollarans gagnvart Yuaninu haft mikil áhrif í þá átt að draga úr framleiðslu og raunverulegri verðmætasköpun í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækin flytja einfaldlega starfsemina til Kína í stórum stíl. Þannig eru allir gjaldmiðlar að skapa einhver vandamál heima fyrir af því þeir eru of sterkir eða of veikir.
Ég ætla að láta þetta duga í bili, en það er gaman að skiptast á skoðunum um þetta við þá sem nenna því.
Jón Pétur Líndal, 26.5.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.