Messufall hjá mér

Nú veit ég hvar þær eruSmile

4 maí var ég var við fyrstu kríurnar hérna hjá mér að Hliði Álftanesi. ég átti von á stórum hóp þetta árið því það var fyrst í hittifyrra að kríurnar urpu hér eftir nokkra ára frí.

í hittifyrra urpu um 10 pör hér en í fyrra alla veganna 100 pör þannig að ég átti von á góðu partýi þetta árið en að einhverjum orsökum varð algert messufall, það eru einungis nokkur pör hér núna.

hverju er um að kenna veit ég ekki, en heimiliskettir hafa verið óvenju áberandi hér þetta vorið, en þeir hafa verið hér meira og minna síðustu ár, kannski það hafi verið minkur eitthvað að þvælast en ég á síður von á því vegna þess að hænurnar mínar eru á lífi.


mbl.is Þúsundir af kríum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Kannski hefur krían misst áhugan á túninu hjá þér eftir að limminn og Fordinn fóru úr hlaðinu.

Offari, 14.6.2010 kl. 00:46

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Já þarna kom það þessi hópur hefur verið í félagi fornbílskra kría

Bogi Jónsson, 14.6.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband