Batnandi mönnum er best að lifa

Batnandi mönnum er best að lifa segir máltækið

það er ekki eintóm sæla að eiga mikið af peningum, ég vil nú reyndar halda því fram að það er erfiðara að vera ríkur en fátækur, til dæmis er ekki svo auðvelt að vita hverjir eru vinir þínir í raun og hverjir vingast við þig til þess að hagnast á því. einnig er hætta á því að þú farir að hafa sérstakar áhyggjur af því að missa það sem þú hefur sankað að þér Frown


mbl.is 100 auðkýfingar gefi auðæfi sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Afhverju segiru batnandi mönnum er best að lifa ?

síðast þegar að ég vissi þá er engin skömm að því að vera ríkur

engin skömm að hafa hagnast vel (ekki nema að það sé gert ólöglega)

hvað veistu um nema að þetta sé einfaldlega mjög góðir menn sem að gefa nú þegar mikið til góðgerðarmála

Bill Gates gefur t.d. gríðarlegar upphæðir á ári hverju til góðgerðarmála

mun stærri hlut af tekjum sínum en meðalmaður gefur

Árni Sigurður Pétursson, 15.9.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Sæll Árni

ég var ekki að segja að þetta væru slæmir menn, eða að það væru einungis slæmt fólk sem hagnast vel

orðatiltækið batnandi manni er best að lifa, það á líka við um að gott fólk getur líka orðið betra eins og aðrir.

ég var að láta í það skína með þessari færslu minni að mér finnst það göfugt þegar fólk lætur gott af sér leiða hvort sem það er með beinum fjárstuðning til góðgerðasamtaka eða með öðru móti.

oftar en ekki er það fólk, sem gefur til góðgerðamála, sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki verri líðan sem því fylgir því að gefa en þiggja.

Bogi Jónsson, 15.9.2010 kl. 14:48

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Árni: Er Bill Gates í þínum augum besta dæmið sem þér dettur í hug um „mjög góðan mann“? Rifjaðu upp með mér: var hann ekki maðurinn sem reyndi að einoka allan tölvumarkaðinn? Og hótaði öllum lögsóknum sem voguðu sér að draga nota annan browser með Windows? Og ætlaði sér að stýra öllu Internetinu, uppbyggingu og upplýsingastreymi? Er hann ekki maðurinn sem keypti upp einkarétt á öllu ljósmynduðu efni frá upphafi ljósmyndunar til 1985 (eða hvenær-sem-það-nú-var) og stýrir núna söguskoðun fólks í krafti eignar sinnar á myndrænu fréttaefni?
Mjög gott fólk er ekki það fólk sem gefur 0,01% af ágóða fyrirtækjanna sinna til að öðlast skattaívilnanir og að ráði Image-ráðgjafanna sinna heldur fólk sem ákveður að (eins og Bogi segir) að það sé vissulega betra að gefa en þiggja og endurskoðar líf sitt út frá því.

Ragnar Kristján Gestsson, 15.9.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband