17.10.2010 | 12:49
Mikið er ég sammála
Mikið er ég sammála, það þyrfti að sameina öll sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu það eru svo margir að finna upp sama hjólið í ótal nefndum sveitafélagana
svo erum við ekki svo mörg í þessum sveitafélögum að við erum á við sæmilegt úthverfi í þokkalegri borg
Sameining spari milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjög ólyðræðisleg hugmynd nema að sveitarfélögin haldi ser og reksturinn verði sameinaður það er retta leiðin.
Árni Björn Guðjónsson, 17.10.2010 kl. 14:17
Það er auðvelt að reikna út sparnað með þessu en ég er samt hræddur um að þetta yrði á hinn veginn. Tölur sýna að flest skuldugustu og vest reknu sveitafélögin eru meðal þeirra stæðstu og flest sveitafélögin með minnstu skuldir á íbúa eru meðal þeirra minnstu.
Litlar einingar eru yfirleitt betur reknar en stórar. Þetta sér maður líka hvað varðar fyrirtæki.
Einnig er gott að það sé samkeppni og samanburður milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þ.e. ef einhverju þeirra tekst að reka sig á hagkvæmari hátt en önnur geta hin lært af því.
Það gæti frekar verið til þess að auka hagkvæmni að skipta Reykjavík upp í nokkur minni sveitafélög. Þá ætti kjósendur betra með að velja fólk sem það þekkir og treystir í sveitastjórnir. Þá yrðu boðleiðir styttri íbúar hefðu betri tengsl við þá sem færu með hagsmuni þeirra.
Þorsteinn Sverrisson, 17.10.2010 kl. 17:17
mér hefur einmitt mörg lítil og skuldlítil sveitarfélög hafa stórgrætt á að sameinast stærri sveitafélögum því nú sitja þau í stórkuldugum sveitarfélögum og fá líka mest af niðurskurðartilögunum.
Offari, 17.10.2010 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.