3.10.2011 | 18:32
open my home
Væri ekki tilvalið á þessum tímum, þegar atvinnuleysi er mikið og sífelt er pláss fyrir fjölbreyttari afþreyingu fyrir bæði innlenda og erlenda gesti, að gefa þeim færi, sem hafað áhuga á því, að opna heimili sín og bjóða upp á alskinnsuppákomu gegn vægu gjaldi án þess að verða fyrir vikið lögbrjótar og glæpamenn.
til þess að setja einhverja girðingu utan um þetta þá væri eðlilegt að það húsnæði sem þessar uppákomur væru í, væri það húsnæði sem að öllu jöfnu væri notað til heimilishaldsins. og ekki má uppákoman fela í sér ósiðlegar athafnir svo sem fíkniefnaneyslu ofbeldi eða vændi.
það mætti bjóða upp á til dæmis, sögulestur, prjónasýningu, málunar og eða málverkasýningu, bjóða gestum í kaffi og bakkelsi, heimilismat, eða smakka á fjölskylduleyndarmálsréttinum, kveða rímur, spjalla kvöldstund við húsbændur og hjú og horfa á sjónvarpið, læra að sjóða svið, baka pönnukökur, kleinur og fl og fl.
það þyrfti að koma upp vetfangi þar sem áhugasamir gestgjafar geta ráðið ráðum sínum og vera með samræmdar merkingar við sín heimili og einnig þyrfti að vera vefsvæði þar sem hægt væri að finna gestgjafa og gefa þeim umsögn.
Vilja heimila sölu á heimabakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get nú ekki skilið þetta þannig að það sé verið að rukka fyrir þetta. Íslensk gestrinsni gengur ekki út á að rukka fyrir heimboð.
Landfari, 10.10.2011 kl. 23:03
Það er rétt hjá þér Landfari, ég er búin að skoða þetta betur, ég er nú hálf smeikur um að mesta sportið fari fljótlega af þessu og það verða ekki mjög margir sem ráða við að bjóða upp á bjóða regglulega upp á afþreyingu fyrir ferðamenn þó vissulega væri það draumur að geta eitt árinu í að njóta lífsinns og bjóða ferðamönnum bæði í mat og útsýnistúra án þess að rukka fyrir.
ég hef það á tilfinningunni að við íslendingar sem erum einungis 300þúsund, þar með talin börn, sjúklingar og gamalmenni, eigum frekar erfitt með að anna eftirspurn með heimboð þrátt fyrir hina rómuðu gestrisni okkar,
ég vildi taka þetta alla leið og bjóða einnig upp á heimboð gegn gjaldi fyrir þá sem vilja leggja þetta fyrir sig annaðhvort sem framfærslu eða bara búbót.
Bogi Jónsson, 10.10.2011 kl. 23:54
Bændagisting er náttúrurlea partur af því sem þú ert að tala um. Svo eru ýmsir með sitthvað sem aukabúrein. Einum man ég eftir sem er með leigu á sæþotum á vatni sem er fyrir framan bæinn hans. Ég fór í vöfflukaffi og hálfgerðan dýragarð á leiðnni frá fiskidögum hérna um árið. Annar slíkur er að mig minnir ekki langt frá Flúðum.
Það er ýmislegt hægt að gera með góðu hugmyndaflugi en alltf kostar það mikla vinnu og einhverja fjármuni.
Landfari, 11.10.2011 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.