Afi hvað

PICT0047Góður maður sem kom í heimsókn til mín í gær benti mér á að ég væri orðin afi eftir að ég sýndi honum sandlóu unga sem var nýskriðin úr eggi við húsgaflinn hjá mér.

Það hefur verið yndislegt að fylgjast með sandlóunni síðustu vikur hún birtist þegar ég var að klæða vegginn á húsinu með krossvið og fór að stússast í kring um mig með tilheyrandi leikþætti að þykjast vera vængbrotin eða veik og kveinka sér ógurlega, þegar hún gerði sér grein fyrir því að ekki væri hægt að plata mig eða að hún sá að ég var sauðmeinlaus þá hélt hún áfram að grandskoða moldarflagið sem er við húsið á þriðja degi var hún búin að finna sér stað og verpti nokkru síðan fjórum eggjum.

það fór vel á með okkur í sumar hún las yfir mér pistilinn alltaf fyrst þegar ég birtist á morgnanna en virti mig vart viðlits það sem eftir var dagsins þá að stundum var ég að vinna í einns metra fjarlægð frá henni en ef einhver annar birtist þá rauk hún af eggjunum og bar sig aumlega. það komu dagar sem ég treysti mér ekki út vegna veðurs en sandlóan hvikaði ekki af eggjunum þrátt fyrir rok og rigningu.

en nú eru ungarnir komnir úr öllum eggjunum og seinnipartinn í dag hvarf öll hersingin vonandi á vit nýrra ævintýra en ekki í máfskjaft.

 ps. þessi villupúki er frábær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband