Hinsegin á hinsegin dögum

 Það kom að því að það gerðistsem ég hélt að mundi aldrei gerast að ég tæki þátt í gay pride göngu, ég hélt frekar að ég myndi aldrei láta sjá mig í nágrenni slíkrar göngu ég sem er einhver sá gagnkynhneiðasti sem ég þekki. Ég ætti að vita það af fenginni reynslu að maður á aldrei að segja aldrei því allt er hverfullt í þessum heimi.

Ein vinkona mín Sigríður Klingenberg um að fá mig og gamla Ford vörubílinn minn lánaðan í gönguna hún og nokkrar aðrar streit vinkonur hennar vildu sína málinu stuðning, taka þátt í gleðini og hafa gaman.

ég sagði já án þess að hugsa mig um að vanda síðan fór ég að hugsa, hvaða bull er ég núna búin að koma mér í, síðan fór ég að spekulera betur í dæminu og sá að það er rétt að styðja við þá sem vilja vera eins og þeir eru hvort sem það er kynferði eða bara skrítnir eins og ég.

 untitled

ég geri ráð fyrir að stærsti hluti þeirra sem voru með atriði í göngunni eru samkynhneigð en ég er það ekki því var ég hinsegin á hinsegin dögum.

 Annars leið mér skelfilega í göngunni gamli Fordin var farinn að ofhitna og ég beið bara eftir að gufustrókurinn stæði upp úr honum, olían á honum var orðin svo heit og þar af leiðandi þunn að hann var nánast búin að missa allan olíuþrýsting þannig að ég þurfti alltaf að vera að gefa honum duglega inn til að ná upp þrýsting, svo þurfti ég að snuða á kúplingunni allan timan annars hökkti bíllin svo að gellurnar voru nær dottnar af pallinum ég átti von á því að kúplingin færi á hverri stundu því kúplings ofhitunarfílan var orðin verulega svæsin. Ég hafði ekki fengið nýu afturdekkin, sem ég er búin að vera með lengi í pöntun, þau gömlu voru orðin graut fúin og sprungin, ég krossaði fingur í von um að þau héldu 11 dansandi ungmeyjum alla leið, það gekk að sjálfsögðu ekki eftir á miðjum laugarvegi sprungu bæði dekkin öðrumegin með háum hvelli :o( það var ekki gerandi að stoppa gönguna og ekki viðlit að komast úr göngunni vegna mannfjölda þannig að sá gamli varð að láta sig hafa það að fara niður restina af laugarveginum á felgunni.

það var miklu fargi af mér létt þegar þetta tók enda Krókur dráttarbíll kom mér og gamla Fordinum heim á Álftarnes eftir viðburðaríkan erfiðan en ógeðslega skemmtilegan dag .

kv Bogi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband