19.8.2007 | 00:05
Þarabað
Ég prófaði nýja trébaðkarið, sem ég er búin að setja upp á þak á baðhúsinu, fyllti það með heitu vatni og þara úr fjörunni ég lá í því í klukkutíma og sofnaði áð sjálfsögðu eins og er minn vani þegar ég fer í bað.
Húðin og hárið á mér er búin að vera jafn mjúk og nýpúðrað barnsrassgat í allt kvöld. Ég verð að passa mig á að bylta mér varlega í svefni í nótt svo ég renni ekki út úr rúminu
kv Bogi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.