Naglaspýtur á Nýbýlavegi

Púff ég er að fatta það hvað ég er orðin gamall ég man eftir Nýbýlaveginum sem malarvegi (rauðamalarvegi) og maður heyrði í hljóðkúts lausum veghefli Kópavogsbæjar  löngu áður en hann birtist

ég er fæddur og uppalin við neðrihluta Nýbýlavegs og við félagarnir dunduðum okkur stundum við að grafa niður naglaspýtur í Nýbýlaveginn í þeirri von um að geta sprengt dekk á bílum :o( ég man reyndar ekki eftir því að það hafi tekist heldur bognuðu naglarnir. Frown

ellismella upprifjunar kveðjur Bogi


mbl.is Nýbýlavegur lokaður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mongoqueen

Guði sé lof fyrir að þessum framkvæmdum ljúki um helgina  Ég þurfti sko að taka nokkra krókaleiðir í dag í Kópavoginum!

mongoqueen, 24.8.2007 kl. 18:03

2 Smámynd: Bogi Jónsson

ég fór til pabba í dag sem býr þarna í nágrenninu og fór með hann í Nóatún í Hamraborg það var allt fast í umferðahnút það og engin virtist vita hvert hann ætti að fara, það minnti mig á það að hér í denn var talað um að það væru svo margir íbúar í Kópavogi því götukerfið væri svo flókið að enginn rataði út aftur.

kv Bogi

Bogi Jónsson, 24.8.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Gunnar Kr.

Bogi, þú ættir þá að kíkja á "upprifjunarbókina" sem starfsfólk Bókasafns Kópavogs tók saman, en það eru minningar fólks úr Kópavogi. Ég veit að hún fæst í Bókabúðinni Hamraborg.

Það er dulítið skondið að rekast á þetta blog frá þér. Ég hannaði salatpoka fyrir þig fyrir fjölda ára, þegar ég vann í hönnunardeild Plastprents, auk þess sem ég rakst á vefsíðu þína um Hlið fyrir nokkrum dögum, þegar ég var að leita mér að léni til að festa. Fæðingarár okkar beggja er nefnilega 1960.

Kop kun krup! :)

Gunnar Kr., 24.8.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Bogi Jónsson

Gaman að heyra í þér Gunnar ( ég á enn nokkra salatpoka til minningar um frábæra hönnun ) ég hafði ekki heyrt um þessa bók en ætla að nálgast hana. takk fyrir að láta mig vita af henni.

Ps. það er skemmtilegt hvað heimurinn er lítill og þá sérstaklega á Íslandi maður hittir sama fólkið oft á lífsleiðinni sem betur fer.

kv Bogi

Bogi Jónsson, 25.8.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband