Skólabúningar Já Takk

Ég hef ekki mikinn áhuga á skólakerfinu og var þeirri stundu fegnastur þegar minni skólagöngu lauk ég hef komið mér hjá foreldrafélögum því mér finnst eins og á hverju ári þykjast einhverjir rörsýnir spekingar vera að fínna upp hjólið (sem er löngu búið að finna upp)

en aftur á móti myndi ég fagna skólabúningum ég trúi því að þeir auðveldi börnum og unglingum að vera þeir sjálfir og það myndi auðvelda samskipti þeirra á milli.

kv Bogi


mbl.is Flestir vilja vera í skólabúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín fjölskylda var í fátækari kantinum þegar ég var í grunnskóla, áttum sjaldan efni á nýjustu tískuvörunum. Hinsvegar hefði ég aldrei viljað ganga í skólabúning og er ennþá persónulega á móti því. Sumir halda að það sé einhver töfralausn gegn einelti, ég er því mjög ósammála. Sá sem hefur þörf til þess að leggja aðra í einelti mun ekki breytast með þessari breytingu í skólakerfinu, ef það er ekki ráðist gegn rót vandans þá mun fanturinn bara finna eitthvað annað til þess að fá útrás yfir. Börn og unglingar vilja fá að tjá sig, meðal annars með fatavali. Hinsvegar tel ég fjölbreytni í leiðum vera af hinu góða, að hafa valmöguleika. Mér finnst sú hugsun að allir fari sömu leið vera úrelt. Menntakerfið á að bjóða upp á margar ólíkar leiðir, sumir skólar eiga að hafa skólabúninga en aðrir ekki.

Þetta er kannski ekki framkvæmanlegt úti á landi en allavega hérna á höfuðborgarsvæðinu er alls ekki nauðsynlegt að börn fari í þann skóla sem er þeim næst. Finnst eins og við ættum að einkavæða skólakerfið en þó með þeim hætti að ríkið setji áfram peninga í það. Skólar verði því í bullandi samkeppni og mun það auka þrýsting á hagkvæmni, fjölbreytni og betri kjör fyrir kennara. Kerfið getur verið þannig að hvert barn fær ávisun frá ríkinu fyrir hverja önn. Sumir kjósa kannski að eyða henni í skóla þar sem eingöngu ávísunin er nóg en aðrir kjósa kannski að borga með því fyrir betri skóla. Foreldrar gætu ásamt börnum sínum skoðað nokkra skóla og valið þann sem hentar þeirra fjárhagi og hugsjónum. 

Geiri (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband