25.8.2007 | 12:37
Ástandið batnað stórlega
Það er reglulega talað um skrílslæti sóðaskap og ofbeldi hafi aukist í miðbænum.
Ég opnaði Kínarúlluvagn í miðbænum 1985 og var þar flest kvöld og nætur í nokkur ár á eftir það var fyrir tíma gsm síma, digital myndavéla og öryggismyndavéla á strætum og torgum. það var oft rósturssamt á nóttinni um helgar menn og konur börðu menn og konur reglulega og oftar en ekki þegar búið var að berja einhvern í götuna og haldið áfram að sparka í hann þá skarst maður í leikinn og dró þann barða á bak við vagninn og lét hann jafna sig þar það var aldrei neitt vesin þegar ég skarst í leikinn, enda ekki eins mikil notkun á örvandi lyfjum og er nú, ekki var óhætt að láta lögregluna vita því þá voru ólætin tengd vagninum í skýrslum og notuð til að útiloka áframhaldandi söluleyfi því í þá tíð voru, að áliti lögreglustjóra og hans manna að vagnarnir, sem voru þeir einu sem seldu fólki næringu eftir næturdrykkjuna, væru undirrót ólátanna í miðbænum. eitt sinn tók lögreglustjóri upp á því að loka vögnunum klukkan tvö á nóttinni en skemmtistöðvum lokaði þá öllum kl þrjú hann hætti fljótlega við þá aðgerð því ástandið versnaði snarlega.
Það er ekkert skrítið að ástandið í miðbænum versni ár frá ári því okkur fjölgar hér á landi ár frá ári bæði íbúum landsins og gestum. langstærsti hluti næturlífsins er staðsettur í miðborgini. þegar okkur fjölgar þá fjölgar jafnframt "svörtu sauðunum" sem sækja næturlífið þó þeir eru mjög lítið hlutfall af fjöldanum og þeir verða meira áberandi á svona litlum bletti.
Ég hef það á tilfinningunni að það eru nú miklu færri lögreglumenn á hvern gest í miðbænum um helgarnætur en var 1985.
Ég sé ekki betur að miðað við þá fólksfjölgun sem hefur átt sér stað í miðbænum um helgar þá hefur ástandið batnað stórlega.
kv Bogi
Sóðaskapur og skrílslæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.