Ég var þar

Sniff er hættulegasta "eiturlyf" sem ég hef notað,

þegar ég var 13 og 14 ára þá var ég háður sniffaði ég sniffaði daglega með ömurlegum afleiðingum

við kunningjahópurinn byrjaði að sniffa í fikti flestir skynjuðu hættuna strax og hættu en ég gjörsamlega heillaðist af þessu fann fyrir miklu frelsi og losnaði frá áreiti umhverfisins þegar ég skynjaði "vímuna" og ekki fannst mér minna spennandi sá ofskynjunarheimur sem ég upplifði.

fljótlega fjarlægðist ég kunningjana þar sem þeim var ekkert farið að lítast á blikuna og fór að einangra mig með mínum nýa vin ofskynjunarheiminum. skólagangan fór eðlilega fyrir ofan garð og neðan ég hljóp oft heim í löngufrímínútunum til að sniffa og kom svo í einhverri annarri vídd í skólann aftur. ég man þá tilfinningu enn þegar ég var að detta smá saman inn í raunveruleikan aftur í miðri kennslustund gjörsamlega úti á þekjum. þetta var 1973 og 4 og litill sem engin skilningur á þessu í þjóðfélaginu en ég man þó eftir að þessi snifffaraldur sem gekk þá kom í fréttir því það var drengur sem varð fyrir alvarlegum varanlegum heilaskaða á þessu tímabili ég man eftir að það voru birtar myndir af honum ósjálfbjarga í hjólastól, það hafði ekki meiri áhrif á mig en það að ég hugsaði óheppin var hann og ekki meira með það, fíknin hafði heltekið hugan og hleypti engri skynsemi að.

Þegar leið á var ég fari að stama og átti mjög erfitt með að vera innan um fólk ég var farin að trúa að ofskinjunarheimurinn væri sá raunverulegi en hinn væri plat. það varð mér til bjargar að ég fór alltaf að sjá sömu ofsjónina sem var miður falleg og mér fannst það væri verið að aðvara mig um að nú væri farið að styttast í að ég dræpi mig á þessu.

ég fór að reyna að hætta sem var alveg ólýsanlega erfitt stundum þegar að ærast bæði á sál og líkama varð ég að taka bara einn sniff andardrátt og þá róaðist ég aðeins niður en það voru heljarins átök að taka bara eitt sniff. á þessu tíma þegar ég var að reyna að hætta var ég oft að því komin að gefast upp og taka mitt líf og var búin að planleggja margar leiðir en brást sem betur fer kjarkur þegar á hólminn var komið og þar vóg þyngst að ég myndi valda foreldrum mínum svo miklum sársauka með því, en mér var skítsama um sjálfan mig.

eftir árs baráttu fór ég að samlagast félögunum aftur. Ég trúi því að það var ekki mér að þakka að ég komst yfir þetta það hefur verið einhver æðri máttur, hvaða nafni sem hann nú nefnist, sem styrkti mig í þessu stríði. ári seinna þegar kunningjahópurinn fór að fikta við áfengi að þá sigldi ég í kjölfarið og seinna meir fór að nota önnur eiturlyf þangað til ég fór í meðferð og fékk góða hjálp við að hætta, en það er nú önnur saga.

Hvort það er sniffinu að kenna eða öðru að ég get ekki skrifað skammlausa setningu án Villupúka eða ógerlegt að muna tölur og slæmur með nöfn, þá nýt ég því að vera á lífi og laus við sniffið og önnur skynsemis brenglandi efni og þakka guði fyrir, hvaða nafni sem menn nefna hann,. 

Því miður er áróður og kennsla máttlítil tæki en mikið betri en engin. í mínum huga þá er farsælast að eiga foreldra fyrir vini sem nenna að vera með manni og gefa sér tíma í það.

Kv Bogi

 


mbl.is Reynt að stemma stigu við sniffi unglinga í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband