4.9.2007 | 13:20
Sjálfsagður dónaskapur
Ég og konan rekum lítið veitingahús heima hjá okkur þar kemur aðeins einn hópur á kvöldi.
Þegar fólk pantar þá gefur það upp þann tíma sem þau ætla að koma á. Það er undantekning ef fólk mætir á uppgefnum tíma venjulega kemur fólk frá 15 mínútum til eins og hálftíma seinna og oftast án þess að láta vita. það getur verið afskaplega leiðinlegt að bíða við gluggann í einn og hálfan tíma til að geta tekið vel á móti gestunum.
það geta allir skilið það að það væri hinn argasti dónaskapur ef enginn myndi láta sjá sig fyrr en eftir einn og hálfan tíma (meira að segja 5 mínútur) eftir að gestir væru mættir á veitingarhúsið. en er þetta ekki gagnkvæmt? þinn tími er jafn mikilvægur og minn tími. í flestum tilfellum er þetta einungis kæruleysi og eigingirni. ef þessi seinkun væri vegna raunverulegs tímaleysi þá væri auðvelt að leysa málið þeir sem koma vanalega 10 mínútur og seint þeir þyrftu bara að stilla vekjarann á klukkunni 10 mínútur fyrr þá ætti vandamálið að vera úr sögunni.
En málið er ekki svona auðvelt þetta er bara spurning um sjálfsaga og að læra að bera virðingu fyrir náunganum og það eru sko ekki nein ný fræði.
stundvísiskveðjur Bogi
Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður Hrafnkell ég er ansi smeykur um að ég yrði ósköp einmanna ef ég ræki alla heim sem koma of seint. Ég er svo lánsamur að ég fékk exta stóran pakka af æðruleysi í vöggugjöf, sem ég hef verið að mjatla úr en ég verð samt að passa að klára ekki úr honum til ókunnugra því ég verð að eiga nóg fyrir þá sem standa mér nærst.
Bogi Jónsson, 4.9.2007 kl. 14:23
Er það ekki kaldhæðnislegt að nýji geisladiskur Noruh Jones heitir; "NOT TOO LATE"???
Johann ingi Sigtryggson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:21
Not Too late...he he :)
Sko rétt að taka fram að dagskrá tónleikana var eftirfarandi - og kynnt sem slík í fjölmiðlum og á öðru kynningarefni:
19:00 húsið opnar
20:00 M. Ward (upphitunaratriði) hefst
Norah Jones á svið eftir M. Ward
Fólk var ekki óstundvíst á Norah Jones - en hluti af tónleikagestum kaus að missa af upphitunaratriðinu.
Nú gerðist það hins vegar að Norah Jones kom óvænt fram með M. Ward í nokkrum laga hans (trúlega því hér voru á ferð síðustu tónleikar hennar í heimsreisunni). Einhverjir hafa því trúlega ruglast á M. Ward og Norah Jones (enda M. Ward ekki mjög þekktur hérlendis) og haldið að fólk væri að mæta of seint á Norah Jones (eða hlé á milli atriða hafi verið hlé í miðjum tónleikum Norah Jones).
Hr. Örlygur, 4.9.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.