Skemmtiatriði hjá póstinum

Ég hef verið að bíða eftir sérstökum felgulykli fyrir nýa vinnubílinn minn sem hefur verið á leiðinni alllengi.

Gay_Prade_2007_050_sized Ég lánaði bílinn í gleðigönguna miklu hér í sumar en var þó hálf smeykur því að afturdekkin voru orðin mjög fúin af elli ég var löngu búin að kaupa ný í lok maí og voru þau á leiðinni með shopusa og komu nú reyndar ekki fyrr nú í september. en hvað um það þegar ég var komin um það bil niður hálfan laugarvegin þá sprungu bæði dekkin öðrumegin að aftan og annað hinumegin með miklum hvelli (heppin að engin hjartveikur var í áhorfendahópnum) það var engin möguleiki að komast út úr röðinni þvílíkur var mannfjöldin þannig að ég keyrði niður restina af laugarveginum á sprungnu, en þetta var nú útúrdúr.

ég hafði pantað mér sérstakan felgulykil á ebay í lok ágúst til að ná dekkjunum af þeim gamla hann kom til landsins 3 sept og ég fékk tilkynningu um það fljótlega með póstinum ég sendi þeim umbeðin gögn um hæl með tölvupósti á síðasta þriðjudag hringdi ég til að forvitnast um sendinguna það var búið að afgreiða hana og hún beið heimkeyrslu mér var tjáð að það hafi myndast hjá þeim "stífla" þess vegna hefði útkeyrslan dregist ég spurði hvort ég mætti bara ekki nálgast sendinguna sjálfur þannig eð ekki þyrfti að keyra henni til mín en mér var tjáð að það væri svo mikið magn sendinga sem byði útkeyrslu að það yrði svo erfitt að finna minn pakka og þau hefðu ekki mannskap í það en það gæti verið að ég fengi sendinguna á miðvikudag en hún mætti ekki lofa mér því. ég var að hringja aftur núna í morgun og þá var mér tjáð að ég fengi sendinguna í dag ég vona að það er rétt því mér leiðast svona skemmtiatriði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

ja nú ættir þú að vera búin að fá hann.Undarleg stífla þetta hjá póstinum.

Skemmtiatriði af þessu tagi eru frekar leið fyri skemtanahaldarann.

Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Það er spurningin hvenær þeim dettur í hug að innheimta skemmtanaskatt af þessu.

en pakkinn er að sjálfsögðu ekki komin

kv Bogi

Bogi Jónsson, 15.9.2007 kl. 18:57

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Fussumsvei..

Brynja Hjaltadóttir, 15.9.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband