19.9.2007 | 23:43
Strandaði þar sem 30 manns bjuggu í verbúðum
Ég var síst að skilja hvað lögreglan væri að gera á miðri innkeyrslunni hjá mér í kvöld mér datt fyrst í hug að hún hefði verið að elta einhvern drukkin eða próflausan ökumann sem sem hafði verið að reina að komast undan en lent í öngstræti hjá mér, því það var annar bíll stopp hjá löggubílnum.
svo var ekki heldur hafði trilla strandað við túnfótinn hjá mér á svo kölluðum Melhöfða sem er flæðisker sem fer á kaf á flóði. En þar bjuggu um 30 manns í verbúðum fyrr á öldum. sjá neðst á korti:
mér skilst að það hafi sem betur fer engin slys orðið á mönnum og þeir hafi vaðið út í björgunarbátana sem komu þeim til hjálpar trillunni verður væntanlega bjargað á flóði í björtu á morgun.
Bátur strandaði við Álftanes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.