Latur í dag

það varð nú minna úr deginum en ég ætlaði.

ég vaknaði um klukkan 9 og dreif mig í bað, þar svaf ég í einn og hálfan tíma eins og mér var líkt.

nærst var að bíða eftir atvinnuleitandanum sem vinnumálastofnum sendi til mín hann sýndi mér próf frá thailenskum nuddskóla sem mér leist vel á en hann hélt áfram að lýsa því hvað thailenska nuddið væri vitlaust og lítið í það varið ég reyndi að leiða það framhjá mér því næst bað ég hann að sína getu sína í nuddi tengdadóttir mín var tilraunadýr og ég fylgdist með það var greinilegt að hann hafði farið á námskeið í thai nuddi en hann þurfti að hafa bókina með myndunum við hliðina á sér og fletta upp öllum stöðum og aðgerðum og þetta var eitthvað samkurl af thainuddi og einhverju öðru.

ég tjáði honum að hann væri ekki sá thai nudd sérfræðingur með mikla reynslu sem ég leitaði að  og annað verra að sá starfsmaður sem ég leitaði að yrði að hafa áhuga og trú á því sem hann væri að gera en ekki neikvæður í garð þeirra vinnu sem hann yrði að vinna, gæinn varð fokvondur, hélt því fram að það nudd sem hann gaf væri ekta thailenskt nudd en ég hef nokkur hundruð sinnum farið í thai nudd en aldrei lent í hans útgáfu (sem betur fer), og rauk síðan út.

Konan hringdi í mig um miðjan daginn hún hafði farið út að versla fyrir veitingarstaðin en komið við í góða hirðinum (sem hún kallar 50 krónur?) og var búin að fjárfesta í sófasetti og fataskáp fyrir 8000

ég svaraði fýlulega í síman og reyndi að gera mér upp meiri fílu en var til staðar og sagði bara já já okei þú ræður. Því eins og ég hef oft sagt þá er ég húsbóndi á mínu heimili og ræð öllusem konan stingur upp á eða samþykkir. þetta reyndist náttúrulega vera bölvað drasl eins og verðið gaf til kynna en allt í lagi og ég hugsaði hvað skildi vera langt í það að ég þurfi að burðast með þetta út í sendibíl og borga fyrir akstur og Sorpugjald væntanlega eitthvað álíka og kaupverðið var.

ég skellti mér á sýninguna í fífunni sem var frekar fátækleg af sýnendum en þeir sem þar voru voru góðir, þar hitti ég gamlan vin minn og sirka jafnaldra  ég sá hann síðast fyrir ári síðan en ég ætlaði ekki að þekkja hann hann hafði fengið krabba og það var búið að kroppa hina ýmsu hluti úr honum en það var flott að heyra í hinum hann var jákvæður og staðráðin að njóta hverra stunda sem eftir væri hversu margar sem þær væru þetta eru hetjur.

einnig hitti ég mann á vegum ferðaþjónustu bænda sem ég var aðili að þeir eru komnir með bókunarkerfi á síðuna sína þar sem hægt er að bóka og borga, það hafa verið of mikil brögð af því að fólk panti hjá mér og ætla svo að sjá til hvort þau geta notað daginn þegar að honum kemur, og afbóka með stuttum fyrirvara ef þau nýta daginn ekki. það er verulega svekkjandi þegar búið er að neita fjölda fólks um daginn því oftar en ekki þarf fólk sem er á biðlista hjá mér nokkra daga til að sjá hvort þau geti smalað í hóp. oftast næ ég ekki að fylla afpantaða daga og það er ekki gott.

matargestirnir komu um 7 leitið og það er glatt á hjalla hjá þeim núna og ég að Blogga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband