Bloggvinur tók mig á teppið

Ég var að leita að dúkflísum, á nýja eldhúsið sem ég er að smíða í gamla íbúðarhúsinu,  og renndi inn á planið tjá litaver og lagði við hliðina á Óskari bloggvin. Við spjölluðum um heima og geyma, og að lokum fékk ég verðskuldaða áminningu vegna bloggleti, og þar sem ég reyni að lifa eftir því viðhorfi að reyna að vera pínulítið betri í dag en ég var í gær, þá set ég hér með línu á blogg.

Ég fékk skemmtilega umfjöllun í mogganum í dag ( sjá hér) og var mjög ánægður með hana. Enda er búin að vera stanslaus straumur af fólki að skoða okkur furðufyrirbærin hér á annesjum á Álftanesi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

búinn að blogga um fréttina :)  glæsilegt mannvirki hjá ykkur hjónum og til hamingju

Óskar Þorkelsson, 26.7.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek undir með Óskari - glæsilegt framtak og mikið þætti mér gaman að fá að sjá burstabæinn ykkar! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Bogi Jónsson

Takk fyrir.

þið eruð velkomin í heimsókn hvenær sem er, ég er reyndar á leiðinni til Flateyjar á Breiðafyrði að taka niður málverkasýningu sem pabbi var með þar síðasta mánuð, kem til baka seint á mánudagskvöld.

Bogi Jónsson, 27.7.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband