Mig vantar rótarhaus með trjábolsstubb

Ég er að búa mér til "Friðarkúlu" og er að leita mér að trjábol ca 45 sentímetra í þvermál og ca 70 sentímetra langan með rótarhaus.

ég ætla að nota hann sem undirstöðu undir friðarkúlu sem ég er að smíða mér.

Kúlan verður brúkuð til þess að setja í hana óskir um frið, vináttu, heilsu og annað slíkt. svo er ætlunin að fá forsvarsmenn trúarbragðanna og annað vel tengt fólk til að blessa kúluna hver á sinn hátt og biðja þeirra æðri mátt, hvaða nafni sem hann ber, að leggja sitt að mörkum svo óskirnar megi rætast og veri farsælar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bogi Jónsson

Hæ Skúli þú ert hér líka

hvað er stofnin í þvermál í ca 75 cm hæð frá jörðu

Bogi Jónsson, 17.11.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Bogi Jónsson

ekkert mál ég er baukari.

láttu mig vita þegar farið verður í að fella tréið það væri flott ef það yrði skilinn eftir tveir metrar frá jörðu ég mundi svo "bauka" upp rótarhausin og stofnbútinn. ég er í síma 898-6440 

Bogi Jónsson, 17.11.2008 kl. 22:14

3 identicon

Ég veit ekki hvað rótarhaus er en þetta hljómar mjög vel.  Go Bogi!

Berglind Björk Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 02:19

4 Smámynd: Bogi Jónsson

Hæ Bedda rótarhaus er hnúðurinn sem er niður við jörð og ræturnar koma úr. hugsaðu þér bara að tréð standi á haus, sem það gerir, rótarhaus

Bogi Jónsson, 19.11.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband