Ekki aftur flokka

Ég vona að næst verði hægt að kjósa fólk í stað flokka bæði í sveita og ríkisstjórn.

Þannig að þeir sem eru kosnir geta ekki falið sig og gerðir sínar á bak við ákvarðanir einhers flokks.

fólk getur engu að síður verið í flokkum eða félögum hvort sem er pólitísk eða öðrum.

svo ætti að verða árleg 25% endurnýjun þar sem þeir sem standa sig verst samkvæmt könnun eða kosningum verða að fara í almenna endurkosningu ásamt öðrum sem bjóða sig fram og ef þeir ná ekki kosningu þá víkja þau fyrir nýtt fólk.


mbl.is Ekki stjórnarslit í augnablikinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Bogi, ég er algerlega sammála þér. Þingmenn eru einmitt að fela sig á bak við flokkanna, svo geta þeir skipt um flokka eins og þeim sýnist og haldið áfram að starfa þótt þeir séu á þingi fyrir annan flokk.

Sigrún Óskars, 20.1.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Já það er rétt flokkskerfið bíður upp á of mikinn feluleik.

Þó að þú kjósir einhver flokk sem er með góð markmið þá getur verið þar innanborðs menn sem þú treystir engan veginn en fylgja með í pakkanum.

Bogi Jónsson, 20.1.2009 kl. 20:03

3 identicon

Það ætti að vera kosning til 50% Alþingis á tveggja ára fresti að mínu mati. Ráðherrar ættu að segja af sér þingmennsku við það að taka ráðherraembætti, svo að fullkominn aðskilnaður sé á milli framkvæmda- og löggjafarvalds. Það gengur ekki að ráðherrar semji lögin sem þeir svo framkvæma sjálfir.

Kári Emil (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Bogi Jónsson

það er rétt Kári ráðherrar ættu að segja af sér þingmennsku við það að taka ráðherraembætti,

Alþingi þarf að vera Al Þingi og sem á bæði frumkvæði og vinnur við að smíða lög og reglugerðir ekki áhrifa lítil sakunda sem samþykkir, vélræn, formleg lög og renglur, eins og virðist vera

Bogi Jónsson, 20.1.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband