Forsetinn sem pabbi og mamma

Ég er nú sennilega svo mikill einfeldningur, að mér hefur fundist eins og að forsetinn okkar eigi að vera sem foreldri almennings, þegar farið er illa með almenning hvort sem það er að völdum náttúrunnar eða manna, þá eigi hann að blása þegnum sínum bjartsýni og kraft í brjóst og taka til öflugra aðgerða til að bæta líðan þegna sinna. ekki ósvipað og þegar þú varst lítill og ef hrekkjusvínið í hverfinu níðist á þér eða skemmir hjólið þitt, þá tekur foreldi þitt þig með til hrekkjusvínsins og sér til að hrekkjusvínið gerir þetta ekki aftur og bæti fyrir tjónið sem hann hefur gert.

Kannski er forsætisembættið ekki það öflugt að það hafi heimild til beinna aðgerða til að hjálpa þegnum sínum, en ég sakna þess að verða ekki meira var við forsetan í þeim hamförum sem dynur yfir þegnana núna.


mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Forsetinn er þögull.  Ég hefði viljað sjá forseta sem gæti þjappað þjóðini saman á þessum erfiðu tímum.

Offari, 20.1.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var að koma af Austurvelli, lágmark 2000 manns þarna rétt fyrir miðnætti og gífurleg og góð stemning. Þetta mun standa framundir morgunn :)

Byltingin er hafinn

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Bogi Jónsson

takk Óskar fyrir að mæta á staðin, ég fylgdist með í allan dag úr fjarska, en það er morgunljóst að það fellur allt strax í gamla einkavinagræðisfarið nema almenningur láti alvarlega hrikta í stoðum.

Bogi Jónsson, 21.1.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband