21.1.2009 | 14:16
Kjósa persónur ekki flokka!!!!!!!!
nú er tækifæri til að breyta fyrirkomulagi alþingis og sveitastjórnakosninga
núverandi flokkakosningar bjóða upp á ábyrðar feluleik það er hægt í dag að afsaka gerðir ráðamanna með því að "það er vilji flokksins"
einnig þurfa sumir ráðamenn að ganga þvert á eigin samfæringu til að valda flokknum ekki tjóni.
Mér hefur fundist allt og mikil orka, tími og vinna fara í það hjá flokkunum að reyna að bregða fæti fyrir hina flokkana og skemma fyrir þeim, þetta er lenska í öllum flokkum. þér sem hafa ólæknandi þörf fyrir að "vinna" (ekki tapa) ættu að leita þeirra útrásar í kappleikjum, einnig þeir sem fá eitthvað út úr því að bregða fæti fyrir aðra og leiða þá í gildru væri farsælla að þeir leiti á svið skáklistarinnar.
þingið þarf að virkt í mótun þjóðfélagsins, ekki bara samþykktarstofnun sem ráðuneytin ráða yfir.
ráðherrar geti ekki verið þingmenn líka og hver og einn þingmaður verði sjálfstæður ekki skipt niður í stjórn og stjórnarandstöðu
Rætt um efnahagsmál á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef farið verður að kjósa um fólk en ekki flokka hvort heldur er við bæjar- eða alþingiskosningar þá er ég til í að skoða að bjóða mig fram. Legg það svo í dóm annarra hvort ég er traustsins verður.
Gísli Foster Hjartarson, 21.1.2009 kl. 14:30
Gísli, þú ert traustsins verður, miklu meira en öll ríkisstjórnin til samans!
corvus corax, 21.1.2009 kl. 14:32
Hægt er að blanda þessu tvennu saman þannig að listar sé lagðir fram í stafrófsröð. Yfirkjörstjórn velji bókstaf sem vera skal fyrsti bókstafur á hverjum lista. Stafróf er klárað og síðan byrjað á a við röðun á lista. Kjósandi velur lista og merkir við með númerum 1-2-3......... upp að ákveðnu hámarki. Ef kjósandi merkir aðeins lista, er hann að kjósa listann eins og hann er með þeirri röðun sem er á viðkomandi lista þegar niðurstöður liggja fyrir. Við þetta munu sjálfkjörnir þingmenn heyra sögunni til (frambjóðendur í efstu sætum). Prófkjör með allskyns girðingum munu líka heyra sögunni til.
Hólmfríður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:51
Það er allt hægt einungis spurning um vilja
Það eina sem þarf að gera til að breyta stjórnarháttum er að gera Það
Bogi Jónsson, 21.1.2009 kl. 15:36
stjórnin fellur innan sólarhrings
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 19:01
Óskar þessi stjórn er búin að sanna sig sem hand ónít verst er að ef stjórnaslit verða fljótlega þá makka sig eðrir flokkar saman með sama flokkafeluleikin og hefur viðgengist það er að segja stór hluti vinnu þeirra verður að bregða fæti og skemma fyrir andstæðingnum, sami óæti grauturinn í annari skál.
það þarf að gjörbilta stjórnkerfinu, kjósa persónur ekki flokka, hætta að skipta þinginu niður í meiri og minnihluta, gera þingið virkt, ráðherrar ef þeirra verður þörf verða ekki alþingismenn á sama tíma, það er spurningin hvort ráðherrar meiga ekki missa sín ráuneitisstjórar verði í þeirra stað, endurkosin verði 25-30% alþingismanna árlega eftir því hverjir hafa minnst fylgji ásamt þeim níliðum sem bjóða sig fram.
Bogi Jónsson, 22.1.2009 kl. 12:06
Óskar þessi stjórn er búin að sanna sig sem handónítt verst er að ef stjórnaslit verða fljótlega þá makka sig eðrir flokkar saman með sama flokkafeluleiki og hefur viðgengist það er að segja stór hluti vinnu þeirra verður að bregða fæti og skemma fyrir andstæðingnum, sami óæti grauturinn í annarri skál.
það þarf að gjörbylta stjórnkerfinu, kjósa persónur ekki flokka, hætta að skipta þinginu niður í meiri og minnihluta, gera þingið virkt, ráðherrar ef þeirra verður þörf verða ekki alþingismenn á sama tíma, það er spurningin hvort ráðherrar meiga ekki missa sín og ráðuneytisstjórar verði í þeirra stað, endurkosin verði 25-30% alþingismanna árlega eftir því hverjir hafa minnst fylgi ásamt þeim níliðum sem bjóða sig fram.
Bogi Jónsson, 22.1.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.