Ekki spilla vinnufriðnum kjósum persónur í stað flokka

Kjósum persónur í næstu alþingiskosningum

þá þarf ekki að spilla vinnufrið núverandi ráðamanna, þeir geta lagt meiri áherslu á að bjarga því sem bjargað verður í þjóðfélaginu í stað þess að leggja alla orku sína í að bjarga flokknum og tryggja áfram völd valinna flokksfélaga umfram allt.

ég er ekki einungis að tala um Sjálfstæðisflokkinn heldur alla flokka.


mbl.is Miðstjórnarfundur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála.. ég vil alla flokka burt af þinginu.. menn í stað flokka, málefni í stað flokka.. 

Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

sammála

Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 12:15

3 identicon

Sammála Bogi.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:15

4 Smámynd: Skaz

Auðvitað eigum við að vera með 63 kjördæmi þar sem menn bjóða sig fram sem persónur fyrir ákveðinn hóp íbúa á ákveðnu svæði. 5000 manns per kjördæmi ca. Það er viðráðanlegur hópur sem getur átt í mun persónulegri samskiptum við "sinn" þingmann heldur en nokkurn tímann með listum og flokkum.

Og ríkisstjórnina af þinginu! Framkvæmdarvaldið á ekkert erindi þarna inni.

Skaz, 23.1.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Örn H

Sammála ég vill lýðræði á Íslandi en ekki rétt til kjósa hagsmunahópa auðvaldsins á Alþingi.

Örn H, 23.1.2009 kl. 12:17

6 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Óttaleg þverheimska er þetta. Það þarf nú að byrja á því að breyta stjórnarskránni áður en við getum farið að kjósa einstaklinga á þing.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 23.1.2009 kl. 12:22

7 Smámynd: Bogi Jónsson

Þær persónur sem bjóða sig fram geta tilheyra einhverjum flokkun, félögur, reglum eða trúfélögum, en reynslan hefur sannað það að bjóða fram flokka eða hópa bíður upp á óheilindi og feluleik.

ég hef ekkert á móti stjórnmálaflokkum en þeir eiga að vera meiri áhugamannafélög heldur en þau stórfyrirtæki sem þau eru í dag með tilheyrandi peningamaskínu.

Bogi Jónsson, 23.1.2009 kl. 12:26

8 identicon

Hvernig ætlið þið að finna einstaklinga sem eru sammála ykkur í flestu? Til þess eru flokkarnir og stefnumál þeirra. Flokkakerfið er til þess að einstaklingarnir geti kosið flokk sem inniheldur fólk sem á sem mest sameiginlegt með skoðunum ykkar. Einstaklingunum er svo ætlað að vera virkir í flokkstarfinu og stefnumótun þeirra til að tryggja framgang sinna skoðana. Ástæða þess að fólk finnst ekki flokkarnir vera að mæta því er að í langverandi góðæri nennti fólk ekki að hafa áhrif í flokkstarfi, eingöngu flokkselíturnar héldu áfram að taka ákvarðanir og því fór sem fór að fólk sofnaði á verðinum um sín hagsmunamál. Þetta á við um alla flokka. Því er eitt gott sem kemur út úr þessu hruni og það er gríðarleg aukning á pólítískum áhuga.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:28

9 identicon

Það er rétt sem Snæþór segir - það þarf að breyta æði mörgu til þess að þetta geti gerst. Hugmyndin um persónukosningar er hinsvegar fullgild í umræðunni og þakka þér Bogi fyrir að koma með æsingalausa tillögu sem er þess virði að ræða.

Það er ( eða var að minnsta kosti ) kerfi á Írlandi sem er tvöfalt. Annarsvegar er kosinn einstaklingur og hinsvegar flokkur. Held að flokkshugsunin hafi komið til af því að fólk vildi tryggja ákveðinn stöðugleika. 63 kjördæmi?? Held ( er ekki að fullyrða ) að ef landið yrði allt eitt kjördæmi en listakosningar héldust yrði skiptingin jafnari þ.e. atkvæðavægi yrði það sama á öllu landinu. Það er líka einn þáttur sem þarf að skoða ef fólk vill grundvallarbreytingu á kosningalögum. Annars skilst mér að verið sé að vinna að miklum breytingum á stjórnkerfinu í heild sinni þannig að það er hið besta mál að taka þessa umræðu upp núna.

Þakka þér Bogi

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Bogi Jónsson

að sjálfsögðu þarf að endurskoða og breyta stjórnarskránni, enda væri það óeðlilegt að stjórnarskráin óhagganleg, það segði okkur bara það að við lærum ekkert af reynslunni og stæðum kyrr í þroska.

en ég ætla rétt að vona að mannkynið haldi áfram að þroskast og læra af reynslunni

það hefur verið lenska, að viðurkenna á sig rangar ákvarðanir og leiðrétta þær væri veikleikamerki, en það er styrkleikamerki að fara eftir því sem reynslan hefur kennt manni , heldur en að standa bjargfastur við þau orð sem sögð hafa verið þó að þú vitir að þau hafi verið röng.

Bogi Jónsson, 23.1.2009 kl. 12:35

11 Smámynd: Bogi Jónsson

Ég vil taka það fram að ég hef enga reynslu af því að starfa í pólitík og hef alltaf fundist hún vera eitthvað stórt bákn sem illmögulegt er að skilja til hlítar og illmögulegt nema fyrir einhverja ræðusnillinga að gera atlögu við.

þannig að það sem ég tjái mig um er það sem mér (af minnin takmörkuðu stjórnmálaþekkingu) finnst 

Ég vil sjá persónur á þingi sem ræða og kjósa um mál frá eigin samfæringu, mér hefur fundist að þegar þingi er skipt niður í flokka og stjórn og stjórnarandstöðu fari allt og mikill tími og vinna í það að bregða fæti og skemma fyrir "andstæðingnum". ef ég væri með fólk í vinnu sem myndi eyða stórum hluta vinnutímans í að reyna að eyðileggja fyrir vinnufélögum sínum, þá myndi ég ekki vilja hafa það í vinnu.

ég hefði haldið að þegar allir þingmenn væru á þingi á eigin forsemdum og væru sammála eða ósammála eftir um hvaða mál væri fjallað og niðurstaðan fengist í atkvæðagreiðslu, það myndi ég halda að væri svokallað lýðræði

ég sæi ekki þörfina á ráðherrum þess í stað væru ráðuneytisstjórar sem væru kosnir af þinginu og gætu ekki verið á sama tíma þingmenn.

Það getur vel verið að þessar hugmyndir eru einungis barnalegur óraunveruleiki en þetta er það sem mér finnst. 

Bogi Jónsson, 23.1.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband