27.1.2009 | 12:13
Ekki aftur stjórn og stjórnarandstaða
Það er kannski ágætt að sá hluti sem tilheyrði stjórnarandstöðu sýni getu eða getuleysi sitt þannig að óvissi hluti þjóðarinnar samfærist um að gamla flokkstjórnarkerfið hefur fullsannað galla sína (það er að segja persónur geta falið óheilindi sín á bak við "stefnu flokksins" og stundum þurfa persónur að standa með ákvörðunum sem eru á móti betri vitund þeirra til þess að sína flokknum samstöðu)
einnig það að þingið (og sveitastjórnir) skiptist í stjórn og stjórnarandstöðu kostar það að allt of mikil vinna fer í það að finna út hvernig hægt er að bregða fæti og eyðileggja fyrir "andstæðingnum" eins öfugsnúið og það er nú, (það væri farsælla að persónur með þessháttar keppnisskap mundu snúa sér heldur að íþróttakappleikjum) ég hefði haldið að þingmenn væru samherjar við að vinna að hag þjóðarinnar.
ég stend í þeirri meiningu að ef persónur verða kosnar á þing burtséð frá hvaða hópi þau tilheyra þá vinna persónurnar að meiri heilindum og standa og falla með sér sjálfum. persónurnar mega engu að síður vera í félögum hvort sem það eru stjórnmála, trúar, hagsmuna, frímerkjasöfnunarfélög eða hvaða félögum sem þeim sýnist. stjórnmála félög ættu ekki lengur að vera ríkisstyrkt.
ráðherrar gætu ekki verið þingmenn heldur einskonar ráðuneitisstjórar sem tækju við verkefnum frá þinginu og væru upplýsinafulltúar ráðuneytanna gagnvart þinginu í þingsal
( Þetta ofanritað getur verið tóm vitleisa í mér, en kanski ekki eins vitlaust og það sínist í fyrstu)
Falið að mynda stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er mikið til í þessu hjá þér Bogi.. ef menn eru á þingi af eigin verðleikum en ekki vegna flokkhollustu þá er betur fylgst með þeirra verkum..
hef heyrt að á þingi séu þingmenn sem hafa ekki lagt fram frumvarp allan sinn feril...
Óskar Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.