Minnir mig á svín sem fór í fýlu

Fyrir nokkrum árum bjó ég mér til logo á austurlendskt vöruhúss sem ég var að byrja með. Logóið hafði ekki staðið hálfan dag þegar Jón nokkur Ásgeir var komin hoppandi inn á gólf og hótaði mér lögbanni nema ég tæki skiltið niður tafalaust, ég maldaði í móinn, og bar því við að töluverður munur væri á svíni og fíl. Hann var ekki á því og mætti von bráðar með fógeta á svæðið og lögbann var sett á fílinn. Ég hafði að sjálfsögðu ekkert bolmagn til að standa á móti honum og hans lögfræðiher svo é4g lét undan

ég frétti af því að faðir hans hafi eldroðnað af reiði og stokkið upp í nef sér þegar hann las viðtal við mig í einhverju blaði í kjölfarið. Þar sagði ég meðal annars að það hefði verið vel þekkt hjá ´68 - ´73 kynslóðinni að þegar menn væru í annarlegu ástandi sæju þau bleika fíla en helvíti væri hlyti ástandið á því fólki að vera slæmt þegar það heldur að bleikir fílar eru svín.

scan0001


mbl.is McDonalds mótmælir skilti nektardansstaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sko þegar fólk sér bleika fíla, án þess að vera á einhverju, tja þá verð ég alla vega hræddur.

Sverrir Einarsson, 2.4.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Brattur

Þetta er ein af ótal sögum sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina varðandi vinnubrögð Bónusfeðga... hótanir á hótanir ofan þar til þeir fá sitt í gegn...

Brattur, 4.4.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband