17.4.2009 | 16:47
Ástþór á undan sinni samtíð eða landinn á eftir sinni samtíð?
Eftir að hafa kynnt mér það fyrirkomulag sem Lýðræðishreyfingin boðar, til aukinns almenns lýðræðis, sjá á heimasíðu þeirra www.xp.is, þá er ég viss um að svona lagað kerfi kemur til með að vera framtíðin .
Hins vegar á landinn erfitt með að meðtaka það, því það felur í sér svo gagngerar breytingar. Það er ljóst að Lýðræðishreyfingin er á undan sinni samtíð eða við íslendingar á eftir okkar samtíð.
Okkur vantar nokkra svona ofuröfluga Ástþóra til að vekja okkur af "þetta reddast einhvernvegin af gömlum vana" draumnum.
Það er oftar en ekki óþægilegt að uppgötva sannleikann, og þau huldu öfl sem eru við stjórnvölinn. Að menn þurfi að standa í endalausum kærum og fá kosningaeftlitið hingað, til þess að fá að vera með, er alveg skelfilegt
Í alla vegagerð þarf grófa stórvirka vinnuvél til að riðja verstu hindrununum úr vegi, svo fínni vinnuvélar geta unnið sitt verk, til að aðrir geti auðveldlega náð áfangastað.
Heitir á stuðning þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek hattinn ofan fyrir Ástþóri, það er ekkert grín að koma saman undirskriftum 120 fambjóðenda ásamt á þriðja þúsund stuðningsmanna. Þar hafa flokksmaskínurnar ótvírætt forskot á ný grasrótarframboð! Það verður fróðlegt að heyra hvað ÖSE á eftir að finnast um það sem og "þriggja þingmanna" (5%) lágmarkið.
- Athugasemd frá formanni stuðningsmannafélags L-Listans
Guðmundur Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.