30.5.2009 | 00:06
Eldgos?
mig hefur tvisvar dreymt það, fyrir ca 10 árum síðan, að ég var á leið heim til mín hér úti á Álftanesi og sá að það voru komnar gröfur og byrjaðar að grafa á miðsvæðinu hér á nesinu. þegar ég var komin heim þá lít ég út um gluggann og sé að það er byrjað að gjósa í bláfjöllum, síðan færist gosið vestar eg er komið á kleifarvatnssvæðið, en það var svo sem allt í lagi, nema að þá fer að tæmast kvikuhólf undir álftanesinu og við urðum að drífa okkur í burt og það stóð glökt.
nú er búið að bjóða út uppgröft og gatnagerð á miðsvæðinu og til stendur að byrja að grafa fljótlega.
þessi draumar voru svo raunverulegir og höfðu þau áhrif á mig að ég fékk mér bát sem ég var með hér í mörg ár og eftir að hann fór þá hef ég oft hugsað að ég verði nú sennilega að fá mér annan til öryggis
en draumar eru nú bara draumar??????????
Skjálftinn mældist 4,7 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reykjanes+Reykjavík sökkva 3 mm niður á ári. Undanfari eldgos á þessu svæði er landris sem var síðast 1240 - eldgos og er frekar ólíklegt að verði á þessari mannsævi.
Jónas Jónasson, 30.5.2009 kl. 00:39
jónas, það eru algeng eldgos neðansjávar undna Reykjanesi.. og Reykjanesið gýs sirka á 600-800 ára fresti og ... merkilegt nokk það eru um 800 ár síðan það gaus síðast .. eða síðasta goshrina hófst..
Óskar Þorkelsson, 30.5.2009 kl. 01:07
Nú verður bara að fylgjast með þegar byrjað verður að grafa hvort þetta er ekki bara drauma rugl.
en spaugilegt ég missti af skjálftanum því ég var í bíltúr að skoða báta sem eru til sölu :o)
Bogi Jónsson, 30.5.2009 kl. 01:24
Tinna þetta eru magnaðar lýsingar4
ég vona að þessir draumar eru einungis myndbyrtingar á tilfinningum svo sem að hluti höfuðborgarsvæðisinns sökkvi vegna hamfar sé tenging við að reykjarvíkursvæðið sökkvi mest í skuldafen vegna fjármálahamfaranna og að Ísland sé á valdi alþjóða gjaldeirissjóðsinns og erlendra eiganda íslenskra krónubréfa, Búsáhaldarbyltingin fyrrverandi og tilvonandi berjist í andspyrnu við yfirgang erlenda afla.
en takk fyrir skrifin mjög merkilegt.
Bogi Jónsson, 30.5.2009 kl. 10:18
Fólki dreymdi fyrir Lakagígagos sem drap milljónir manna um allan heim og það hófst á Hvítasunnudegi 1783.
Draumarnir eru skyr skilaboð og maður á að hlusta á þá. Ég átti viðtal við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing sem fullyrti að land myndi rísa fyrir eldgos, en svo er það bara byggt á upplýsingum úr fortíðinni.
Maður skildi taka meira mark á draumum og skilaboðum framliðinna til okkar.
Jónas Jónasson, 30.5.2009 kl. 14:16
Mig dreymdi í Agust í fyrra að ég byggi í tjaldi inni í húsi og ég fylgdist með 20-30 manna hóp í húsasundi fyrir utan gluggann sem virtis hver hafa lítið dökkt regnský fyrir ofan sig og sama hvert fólkið reyndi að hlaupa regnskýið fór á eftir því og sturtaði yfir það vatni, svo horfði ég á gamlan mann leggjast niður, gefast upp og ég horfði í augun á honum þegar hann dó og eiginkona hans grét á meðan.
Mér var sagt að þessi draumur væri fyrir erfiðleikum annara (sem kom á daginn 2 man síðar) og ég þyrfti samt ekkert að óttast þar sem ég bjó í bæði húsi og tjaldi.
Jónas Jónasson, 30.5.2009 kl. 14:37
Já ég held að það er alveg rétt að við íslendingar erum í mun meira sambandi við þá krafta, sem augun almennt ekki sjá, heldur en við viljum viðurkenna.
til dæmis trúi ég mikið meira á hin svokölluðu dulrænu öfl heldur en ég vil almennt láta í veðri vaka. til dæmis trúi ég því að það re mikið meiri hugsun (vitund) í okkur en við gerum okkur grein fyrir til dæmis þá gerum við okkur ekki grein fyrir þegar við td. skerum okkur að við setjum aðgerð í gang sem meðal annar felur í sér að senda fullt að hvítum blóðkornum á svæðið til að varna bakteríusýkingu og síðan látum við háræðar, hold og skinn tengjast rétt saman.
og ekki er hægt að horfa fram hjá því að það þarf nokkuð magnaða hugsun til að breyta jarðvegi og vatni í okkar stórkostlega líkama, og til þess þarf að renna jarðveginum í gegn um plöntu og eða dýraríkið. og þegar við erum búin að nota líkaman þá er honum aftur breitt í jarðveg. hin fullkomna endurvinnsla.
Bogi Jónsson, 30.5.2009 kl. 17:10
JA Bogi ég er sammála þér þarna og ekki þarf mikla menntun til að sjá að náttúran vill bara fullkomna sínar tegundir. Fuglar bera flensur og plágur til að drepa þá aumari til að hin sterkari lifi. Allt lífríkið og þar á meðal maðurinn er bara ætlað skaða jörðina sem mest því þeim meira sem á hana verður lagt, því sterkari verður hún.
Við Isl. erum svolítið frábrugðnari öðrum mönnum að því leitinu til að við erum mun meir tengd náttúrunni en flestar aðrar vestrænar þjóðir og höfum ekki tekið trúarbrögðunum sem á íslensku gæti líka kallast "verðmætakerfi" jafn alvarlega og raun ber vitni. Trúarbrögð upptaka alla hugsun þína og gerir hugsun þína, sína.
Hver kannast ekki við þunglindi sem er að mestu komið af löngunum einstaklings af því að hann hefur ekki þann stað í rammakerfinu sem hann hugsaði sér og uppsker vonbrigði. Svo lengi sem maður leitar að hamingju mun uppskeran alltaf vera óhamingja.
Eg segi fyrir mig og þetta hef ég gert: Ég gafst upp á þessu kerfi og hreinlega henti því út! Ég er hvorki kristinn né heldur með nafn eða kennitölu sem ég vil meina að sé fanganúmer. Þetta fór út úr mínu höfðu og tek það fram. Ég lifi samt ennþá inní kerfinu vegna þess að ef ég færi út í náttúruna nafnlaus og nakinn þá yrði ég umsvifalaust settur inn á klepp og kærður fyrir allskyns þjófnað.
Bankakerfið er handverk trúarbragða og þarf eitthvað að ræða það frekar?
Í dag hugsa ég mjög lítið og margir myndu vilja tileinka það einhverjum "gúru" (koma því inn í ramma) sem hefur kennt fólki hugleiðslutækni og það upplifir einhverja sælu. Allir þessir gúrúar eru bara með nýtt kerfi og mannshugurinn virkar eins og talva eða vinnsluminni sem hægt er að kenna og trúa öllu.
Ég er ekkert að reyna að breyta heiminum eða neitt aðeins heldur að útskíra að meðan þú sefur þá hættir þú að hugsa og persónur og leikendur í draumunum er oft látið fólk að reyna að senda þér skilaboð, þú verður bara að leyfa þeim það.
Þeir sem hafa farið út úr líkamanum eins og þessi stúlka sem er líst fyrir ofan er bara afleiðing slökunnar á líkama. Manneskja getur yfirgefið líkamann líkt og hann/hún væri látin vegna þess að líkaminn er 100% slakur.
Eg vil taka það fram að þetta er bara mín niðurstaða og hefur ekkert með að segja hvað er rétt eða hvað er rangt, en ég vill ekki vera inni í ramma.
Jónas Jónasson, 30.5.2009 kl. 18:43
Jónas verulega áhugavert lífsviðhorf sem þú hefur tamið þér.
ég veit að lífið er í raun mjög einfalt en við manneskjurnar búnir að flækja það ógurlega fyrir okkur
Mér hefur sýnst það að þegar trúin er komin í bragð þá fyrst er hægt að miskilja hana, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Það sama á við þegar við nogum orð til að lýsa upplifun eða tilfinningu.
Bogi Jónsson, 30.5.2009 kl. 20:06
Ja Bogi, því meir sem maður talar því minna veit maður. Ef maður veit eitthvað þá er í raun ekkert að segja.
Ég mæli með að fólk hætti að hugsa og fari að lifa.
Hugsun er dauð og hún getur ekki snert neitt sem lifir.
Trúarbrögðin vilja hafa söfnuði sína hrædda og hugsandi hvað má og hvað má ekki og fyrir þeim er söfnuðurinn bara mjólkurkýr í fjósi.
Og alveg sama hvað er reynt að setja reglur og herða viðurlög, þá eru það lögmál frumskógarins eða bara dýranna sem ráða hvað lifir hvern dag.
Jónas Jónasson, 30.5.2009 kl. 21:11
Þetta er merkilegur draumur en ég er mikill áhugamaður um hluti eins og drauma.........draumar þessir eru upplýsingar sem fólk er að senda sjálfu sér úr framtíðinni.......enginn draumur er bara draumur , og ég tel að það sé aðeins tímaspurgsmál hvenær fari að gjósa þarna.......þá tel ég að við sem þjóð eigum að skilja okkur að frá ríki og ekki bara kirkju eingöngu og láta hina ríkustu greiða niður skattana og velja svo sjálf hvaða skatta við viljum greiða........hugsanir og hugmyndir eru lifandi og ´hugmyndir eru skotheldar´.
Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 9.6.2009 kl. 12:34
skoteldar frekar.
Jónas Jónasson, 10.6.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.