Bleiki Fíllinn

scan0001Fyrir allmörgum árum byrjaði ég með austurlengst vöruhús í Hafnafyrði, þetta var á þeim tíma þegar Bónusfeðgar voru hvað duglegastir við að klaga og atast í samkeppnisaðilanum Hagkaup, til að ná sér í ókeypis umfjallanir og auglýsingar.þar sem þeir voru nú ornir þokkalega stöndugir fannst mér í lagi að hrekkja þá pínulítið, ég teiknaði fíl sem líktist svíninu þeirra, bara stökktum glaðlegri, og setti sem logo á þakið þar sem ég var með verslunina, skiltið hafði ekki verið hálfan dag á þakinu þegar Jón Ásgeir geystist inn í verslunina og sagði mér að taka skiltið niður annars hefði ég verr af, ég útskýrði fyrir honum að töluverður munur væri á svíni og fíl, við litin skilning.stuttu seinna mætti fógeti á svæðið og lagði logbann á fílinn. þar sem ég hafði enga fjárhagslega burði í lögfræðislagsmál við þá feðga lét ég undan nokkrum dögum síðar og fjarlægði fílinn.ég frétti það nokkru síðar að Jóhannes hafi orðið hundfúll þegar hann las viðtal við mig stuttu seinna í mbl. þar sem ég sagði eitthvað á þá leið að það hafi komið fyrir hjá '68-'73 kynslóðinni að þegar þeir voru í annarlegu ástandi þá sáu þau stundum bleika fíla en helvíti hlýtur ástandið á fólki að vera slæmt þegar þau halda að fílarnir eru svín.
mbl.is Samkeppni um nafn á nýrri lágverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hehe skemmtileg saga :)  þetta lýsir bónusfeðgum vel.. svona þekkti ég þá í gamla daga fyrir daga bónusveldisins þegar jóhannes var hjá SS

Óskar Þorkelsson, 17.6.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband