7.7.2009 | 12:43
Gullnahliðinu breytt vegna afbókanna
Nú um þessar mundir er ég að breyta Gullnahliðinu sem var vandaður thailenskur kvöldverðastaður sem tók aðeins einn hóp á kvöldi, 6 - 40 manns, þar sem hópurinn gat verið í fullkomnu næði og kvöldið útaf fyrir sig og komið með sína drykki sjálf.
Í stað Gullnahliðsins kemur Forsetakaffi sveitakaffihús þar sem boðið verður upp á kaffi, te, vöfflur, pönnsur, kleinur og Íslenska kjötsúpu ásamt bjór og víni, opið verður alla daga milli 11 og 23 fyrir gesti og gangandi..
Ástæða breytinganna er að það var orðið svo mikið af afbókunum með of stuttum fyrirvara, í sumum tilfellum var búið að halda deginum frá öðrum í ár en svo afbókað með dags eða nokkurra daga fyrirvara sem er of stuttur tími til að smala saman í hóp fyrir aðra. Einnig höfðu hóparnir minkað og allt of stór hluti hópa var lámarkshópur 6 manns, þannig að það var orðið ómögulegt að fæða bankann að óbreyttu, það hefði valdið svo neikvæðum viðbrögðum, að fara fram á fyrirframgreiðslu og stækka lámarkshópinn um helming í viðráðanlega stærð, að mér fannst það ekki hægt.
Þannig að nú get ég ekki lengur gert mjög vel við fáa heldur verð að gera minna fyrir fleiri.
Sæferðir taka upp staðfestingargjald fyrir bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott hjá þér Bogi. Það reynist vonandi rétt að "Besta vörnin sé sókn". En mætti ég samt biðja þig um að halda bara pínulítið í það austurlenska. Svo má alltaf fá smá útrás með spádómskökum og vísdómsorðum í anda dagsins. hip hip húrra ég kem örugglega í heimsókn í vikunni.
Siggi Harðar
Siggi Harðar (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 14:55
Svona er Ísland í dag, það bregðast krosstré (þú) sem önnur tré. Geturðu ekki haft amk val milli íslenskrar kjötsúpu og austurlenskrar? En ég renni við hjá þér innan tíðar.
Gúrúinn, 9.7.2009 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.