Þriðja flokks þegn

 

mikið skil ég reiði mannsins vel, en ég hef verið giftur konu frá Asíu í rúm 25 ár og frá fyrsta degi hafa samskipti við ráðamenn útlendingamála einkennst af lítillækkun og fyrirlitningu. til dæmis þegar ég fyrst sótti um dvalarleifði fyrir þá kærustu mína (þá vorum við ekki búin að gifta okkur) til útlendingaeftirlitsins, sem þá var með starfsaðstöðu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, þá var ég tekin afsíðis af yfirmanni deildarinnar og varð að lofa honum að verða ekki ástfangin af konunni. ég gat lofað því því ég gat ekki orðið ástfangnari af henni en orðið var.

ef þér verður það á að eignast lífsförunaut sem er litaður þá verður þú að sætta þig við það að hann og hans fjölskylda er óæskilegur gestur á Íslandi og afgreiðsla mála unnin með þeim formerkjum "hvernig getum við losnað við þennan aðila" þó ljótt er frá að segja þá er þetta því miður mín reynsla.

 

 


mbl.is Óléttri eiginkonu úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef þú ert glæpamaður frá Póllandi/Litháen ertu velkominn. Þvílík hræsni.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Gott blogg hjá þér Bogi og til hamingju með hamingjuríkt hjónaband.

Ég hef nú aldrei haft skoðun á UTL fyrr en ég "lenti" í því að kynnast eiginkonu minni sem er frá Eþíópíu fyrir tæpum tveim árum. Ég verð að segj að allt það versta sem maður hafði heyrt um þessa ólánsstofnun UTL er satt og vinnubrögðin alveg ótrúleg. Það er sennilega glæpur að verða ástfanginn af öðrum en Íslendingum eða öðrum evrópubúum, öll framkoma UTL er allavega í þeim lit. Ég er nú bara ekki viss um að öll hjónabönd á milli Ísleninga lifðu þá þolraun af og þá stanslausa niðurlæingu sem ferlar UTL eru.

Ég ætla ekki að þylja alla UTL sorgarsöguna hér, en tek dæmi; þegar ég fer í skýslutöku hjá UTL er ég spurður í tvígang hvort ég sé að giftast til að konan mín fái dvalarleyfi og síðan hvort ég sé að giftast henni fyrir vini mína á Íslandi sem eru frá Eþíópíu. Maður er semsagt "sekur" um eitthvað ljótt nema maður geti sannað annað. UTL er enn einn ósómi okkar Íslendinga.

Ég er líka búinn að bíða eftir viðtali við Járnfrúna frá því í ágúst . . .

Axel Pétur Axelsson, 21.11.2009 kl. 02:23

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Bogi og þið allir.

Þetta er með ólíkindum og það sem kannske skelfilegast er, að svona málsmeðferð er studd af meirihluta þjóðarinnar (síðast þegar ég vissi).  Það er nöturlegt...

Kveðja frá Thailandi, Sigurjón

Sigurjón, 21.11.2009 kl. 05:00

4 identicon

Þetta er schengen í hnotskurn sem gengur út á að mismuna fólki eftir þjóðerni.  Ég er einn af þeim sem dirfðist að óhlýðnast stjórnvöldum með því að velja mér eiginkonu af þjóðerni utan schengen svæðisins.   Á meðan hún er meðhöndluð eins og stórglæpamaður þá getur einhver stórvarasamur ruslaralíður frá löndum innan schengen gengið hérna inn og ekkert er gert í þeim málum. 

Það er komin tími til að stjórnvöld taki til hjá sér og taki upp annað kerfi en þetta misréttiskerfi sem schengen er og geta þá loksins gert eitthvað í þessum vandamálum varðandi erlend glæpagengi sem upp eru komin hér einungis vegna schengen.

Svo er ég hræddur um að ef að við Íslendingar gæfust upð ef við myndum þurfa að ganga í gegnum það vesen og þá pappía sem ferðamenn utan schengen svæðisins ganga í gengum til að ferðast hingað til lands.  Svo myndum við líka sennilega móðgast ef við færum í gegnum læknisprófið sem útlendingar ganga í gegnum sem sækja um dvalarleyfi þar sem er verið að kanna hvort þeir séu skítugir eða ekki og hafi einhverja sjúkdóma sem lýðast ekki hér.

Ég er hræddur um að við Íslendingar færum ekki til landa þar sem gestrisni stjórnvalda er jafn lítil og hér.

Lalli

lalli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 08:27

5 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Lalli: Það er ekki rétt að þetta sé Schengen, UTL ræður flestu því sem fólk er að kvarta undan. Ég átti samskipti við Danska sendiráðið í Eþíópí og kom mér strax i samband við yfirmann þar sem fræddi mig m.a. á því að svörin og ákvarðanirar vegna míns máls kæmu allar beint frá Íslandi (eða réttara sagt UTL svaraði engu).

Við skulum alveg hafa það á kristaltæru að ég og fjölskyldufaðirinn í þessari frétt ERUM ÍSLENDINGAR ! ! !

Axel Pétur Axelsson, 21.11.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Bogi Jónsson

takk fyrir svörin, það trúir þessu engin nema sá sem hefur lent sjálfur í þessu.

ég verð að halda aftur af mér við að skrifa um þessi málefni svo ekki losni um áratuga niðurbælda reiði.

annað þessu tengt, í allri umræðunni um nýsköpun sem verið hefur hér undanfarin ár, þá langaði mér að kynna landann fyrir thailensku nuddi og spa menningu sem á sér mörg hundruð ára hefð og er í mörgum löndum viðurkennd sem læknismeðferð.

til þess að gera allt á besta veg þá meðal annars lærði ég thailenska nuddið í konunglega Thailenska ríkisnuddskólanum, síðan hannaði ég og byggði austurlenskt spahús frá grunni til að fanga lika það andrúmsloft sem nauðsinnilegt er ef árangur á að nást. þegar húsið var að verða tilbúið  sótti ég um tímabundið atvinnuleyfi fyrir lærðan thailenskan nuddara með mikla reynslu til þess að hægt væri að koma rekstrinum á stað með glæsibrag. þetta var um mitt sumar 2006. atvinnuleyfinu var að sjálfsögðu neitað þrátt fyrir að ekki fyndist kunnáttumanneskja hér heima né á eu svæðinu eftir auglýsingar. húsið var 100% tilbúið og bara eftir að taka úr lás og fá hæfan starfsmann. málið gekk sinn "vanagang" látið dragast eins og hægt var og þá beðið um fleiri pappíra og rökstuðning og stuttur frestur gefin til að útvega þá.en engu að síður neitun, síðan annan "vanagang" þegar málið var kært til félagsmálaráðuneytisins, sem neitaði einnig ég gæti notað til dæmis Olgu sem vann í vöruhúsi og var til í að læra nudd eða taka íslending til thailands og kenna honum nuddið í stað þess að fá að ráða lærðan thailenskann nuddara með reynslu. Nýtt húsið upp á tugi milljóna stóð enn autt og ónotað en allt tilbúið. síðan var málið kært til umboðsmanns alþingis og þar er það enn eftir rúm 3 ár og 5 félagsmálaráðherra.

síðasta ár hef ég reynt að halda húsinu opnu með þeim nuddurum sem hafa hlaupið í skarðið úr öðrum vinnum.

ferlið fyrstu mánuðina er rekið hér

Bogi Jónsson, 21.11.2009 kl. 15:09

7 identicon

Veit engin neitt? Veit fólk ekki hver þetta er? þessi Haldór er drullusokkur sem er búin að vera að stela af ellilífeyrisþegum á Spáni og var í fréttum í fyrra! Hann hefur lamið allar sem hafa aumkunað sér yfir hann í gegnum árin. þetta er aumingi sem aldrei hefur unnið handtak. Googlið þetta kvikindi bara. Og nú er hann með litla sæta sem talar ekki Íslensku!

óli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 16:48

8 Smámynd: Sigurjón

Sæll aftur Bogi.

Veistu, þrátt fyrir að hafa aldrei lent í þessu sjálfur, þá er langt í frá að ég trúi þessu ekki.

Málið er að ég hef ferðast um yfir 30 lönd í 6 heimsálfum sem bakpokaferðalangur og sem venjulegur túristi.  Ég hef aldrei, aldrei, aldrei orðið fyrir jafn fyrirlitlegri framkomu og einmitt á Keflavíkurflugvelli eða séð jafn ógeðslega meðferð á útlendingum en einmitt þar.  Þó hef ég farið til landa eins og Bandaríkjanna, Venezúela, Kólumbíu, Kúbu og fleira mætti nefna.  Ég skammast mín aldrei jafn mikið fyrir að vera Íslendingur eins og þegar ég kem til Keflavíkur að horfa upp á móttökurnar þar.  Íslenzka kerfið er svona allt gegn útlendingum sem ætla að vera lengur í skerinu en í 3 vikur eða 4.  Skelfilegt!

Bezta vinkona mín rekur líka veitingastað í Reykjavík og hún hefur mjög ljótar sögur að segja frá útlendingastofnun.  Þessu þarf að breyta og það ekki seinna en strax!

Kveðja, enn frá Thailandi.  Sigurjón V.

Sigurjón, 21.11.2009 kl. 16:49

9 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Óli: Nú ætla ég að taka þig í UTL meðferð; þessi Halldór sem þú hefur gefið þér leyfi til að dæma er Íslendingur eins og þú ergó: "Veit einginn neitt? Veit fólk ekki hver Óli er? Þessi Óli er drullusokkur sem er búinn að stela frá ellilífeyrisþegum á Spáni og var í fréttum í fyrra! Hann Óli hefur lamið alla sem hafa aumkunað sér yfir hann í gegnum árin. Óli er aumingji sem aldrei hefur unnið handtak. Googlið þetta kvikindi bara. Og nú er hann að drulla yfir alla sem tala Íslensku"

Ergó aftur:

Halldór = Íslendingur

Óli = Íslendingur

Af því leiðir:

Halldór = Óli

Segið svo að stærðfræðikennsla sem við Íslendingar borguðum fyrir alla lögfræðingana hjá UTL sé ekki að borga sig - eða þannig sko . . .

Axel Pétur Axelsson, 21.11.2009 kl. 18:30

10 identicon

Það sem fólk stekkur alltaf af stað og bullar. þetta er glæpamaður. Svikari og marg dæmdur sem slíkur. Á Spáni var hann nú síðast að svíkja fólk og hann fór þaðan í járnum með Icelandair og hingað heim kom þetta líka gerpi áður enn hann fór til Tælands að ná sér í ferskt kjöt! ég bara skil ekki hversvegna það er ekki búið að tala um þetta í miðlum hér.

óli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 19:18

11 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Óli: Ég þekki manninn ekki, ég er að benda á að ALLIR eiga að njóta mannréttinda.

Þú segir: "fór til Tælands að ná sér í ferskt kjöt" ég held að þú sért búinn að dæma þig sjálfur úr leik í þessari umræðu . . .

Axel Pétur Axelsson, 21.11.2009 kl. 19:51

12 identicon

ég þekki hann... og ég get sagt þér að hann á erfitt með skap, sá gamli... en hann er ekki búinn að vera að stela af ellilífeyrisþegum... og hann kom ekki til ísland frá spáni í járnum, það get ég sagt þér..... þetta var einn heljarinnar misskilningur sem var blásið upp......


og óli.....
ég efast um að þú sért nú voða saklaus sjálfur....
amk, ekki miðað við kjaftinn á þér!!!!!!

Sigurlaug Lilja Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 20:42

13 identicon

ok sigurlaug. Viltu ekki bara láta sannleikan koma fram þá? Hvað gerist á Spáni? Hættu þessu bulli með misskilning. þetta er eins og þegar Árni Jónsen " lenti í misskilning" Vesalingur og glæpamaður það er nú bara þannig. Feitur vesalingur sem lemur konur og nennir ekki að vinna ofan á annað. Aumingja Tælenska stelpan að lenda í þessum vesaling

óli (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 00:45

14 identicon

Skiptir engu hvað þessi maður gerði (kannski) í fortíðinni.... þetta snýst um lítið barn sem á rétt á að þekkja og alast upp af föður sínum og móður!

Ef að fangi á Litla-Hrauni á börn, þá eiga þau börn rétt á að tala við hann í síma og hitta hann SAMA hversu slæma hluti hann gerði.

UTL kann ekki að lesa, það er skýrt tekið fram í mannréttindasáttmálanum og barnasáttmálanum, sem þjóðinn á hlutdeild að, um umgegnisrétt barna við feður og mæður. Kommon, barnasáttmálinn átti afmæli um daginn og það var fullt af voða sætum viðtölum við litla dekurkrakka í grunnskólum landsins og á meðan er 6 mánaða gömlu fóstri skellt í flugvél (og mömmunni auðvitað) og flutt burt úr heimsálfunni þar sem pabbi þess býr...

Hildur H (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 14:36

15 Smámynd: Bogi Jónsson

Ég hef það á tilfinninguni að bæði í UTL og vinnumálastofnun eru geðþóttaákvarðanir teknar í skjóli þess að stór hluti "skjólstæðinga" þeirra eru minnimátta, það er að segja vita ekki sinn rétt hvort sem er vegna tungumálaörðuleika eða vegna þess að þau eru ekki eða eiga ekki að lögfræðinga sem kunna skil á útlendingarétt. Það er deginum ljósara eð ekki er sama jón og séra Jónína.

Bogi Jónsson, 22.11.2009 kl. 15:06

16 identicon

hey hildur.... nú ert þú eikkað að rugla elskan.... því að konan hefur aldrei komið til íslands..... og á barnið ekki heldur rétt á að þekkja systkyni sín 4?????

Sigurlaug Lilja Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 19:57

17 identicon

Já, ég þekki nú ekki vel til þessa máls, það sem ég er að reyna að segja að það má ekki reka börn í burtu frá foreldrum sínum. Skiptir mig litlu máli hvaðan þau eru rekin... er ekki málið að þessi kona fær ekki leyfi til að dveljast hér? Þar sem hún vill vera, hjá manni sínum og verðandi barnsföður?

Ömurleg örugglega að vera að standa í þessu, skilja lítið í því sem sagt er og vera að burðast með hrikalegar áhyggjur af framtíð barnsins....

Hildur H (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 20:01

18 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ég tek undir með þér Bogi, vinnuferlar UTL eru ekki til sóma og að því er virðist hannaðir kerfisbundið til að koma fólki í pattstöðu og/eða vandræði.

Ég t.d. skilaði öllu pappírum inn í ágúst s.l. og spurði þá konu í afgreiðslu; "eru þetta ekki örugglega allt sem ég á að skila" hún svarar; "ég veit það ekki, þetta fer núna til fulltrúa" ég spyr aftur; "get ég þá fengið að tala við þann aðila" svarið var; "nei, fulltrúarnir skoða pappírana í fyrsta lagi eftir 2 mánuði eða rétt áður en umsóknin er tekin fyrir". Með þessu er verið að koma fólki í erfiða stöðu, því oft þarf að fá stimpla og/eða pappíra frá fjarlægum löndum, þar sem meira að segja er ekki víst að póstkerfið sé í lagi.

Óli (sem kemur ekki fram undir nafni) og fleiri í hans dúr eru ekki svara verðir og mun ég því hætta að reyna að tjónka við ykkur.

Axel Pétur Axelsson, 23.11.2009 kl. 13:41

19 Smámynd: Bogi Jónsson

Nú er umræðan um þessi "leiðindar mál" sennilega búin og ekkert meira gert í málunum fyrr en enhver annar missir stjórn á sér.

svona óþægileg mál eru látin þaggast niður.

Bogi Jónsson, 23.11.2009 kl. 14:37

20 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

ég var í viðtali hjá útvarpi Sögu vegna þessa máls, vonandi getum við haldið þessu vakandi og fengið í gegn góðar breytingar á UTL, sem stendur fyrir Útlendingastofnun, kannski góð byrjun að breyta nafninu í Alþjóðastofnun.

Axel Pétur Axelsson, 24.11.2009 kl. 10:55

21 Smámynd: Bogi Jónsson

Takk fyrir að tjá þig á útvarp sögu Axel það fór reyndar framhjá mér, en það er ekki að marka ég hlusta lítið á útvarp og horfi sjaldan á sjónvarp.

Það væri jákvætt að breyta í leiðinni, þegar tekið er til í UTL,  (og útlendingamálum vinnumálastofnunar) að breyta nafninu í Alþjóðastofnun.

ég man þegar nafninu var breytt úr Útlendingaeftirliti í Útlendingastofnun, þá var talað um að gera allt verklag og viðmót mannlegra, en það breyttist lítið nema nafnið, meira og minna sama fókl innanbúða með sömu miðurgóðu viðhorfin.

Bogi Jónsson, 24.11.2009 kl. 12:36

22 identicon

hey já... óli.... það sem gerðist á spáni veit ég ekki.... þó svo að "skúrkurinn" sé faðir minn...... en ég fékk að vita frá fyrrverandi stjúpmóður minni að þetta hefði allt verið blásið upp og gert mun stærra heldur en það var....... og ég treysti henni 100% því hún er heiðarleg og góð manneskja...

en já... Axel.. núna er hann búinn að skila inn öllu og reyna allt sem hann getur til að koma henni til landsins... vonandi gengur það eftir...:)

Sigurlaug Lilja Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 14:54

23 Smámynd: Bogi Jónsson

Sæl Sigurlaug

Það er töluvert meiri líkur á að þetta gangi í gegn núna

Þó ljött er frá að segja þá hefur það jákvæð áhrif í þessum efnum þegar fólk missir stjórn á sér og gerir eitthvað sem það gerði ekki að öllu jöfnu.

Það er sorglegt að svonalagað þurfi að koma til, til þess að fólk er tekið alvarlega eða yfir höfuð hlustað á það. (meðan þú þekkir ekki einhvern innanbúða sem getur talað þínu máli)

Bogi Jónsson, 25.11.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband