Ég trúi ekki að þetta er það sem almættið vill ,hvaða nafni sem við nefnum almættið,.

Mér hefur sýnst það vera fylgifiskur trúabraggðanna að menn falli í þá gryfju að leggja almættinu orð í munn, hvaða nafni sem þeir nefna nú almættið,.

Umskurður, stríð og aðrar meiðingar og hatur sem mannskepnan framkvæmir í nafni almættisinns, ég kaupi það ekki.

kv Bogi


mbl.is Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú verður að læra að greina á milli þeirra hluta, sem munur er á, Bogi. Þú metur ekki jafnt myglaða sultu og nýlagaða berjasultu. Hvers vegna þá að tala um "trúarbrögð" eins og einhvern einn pakka? Höfum við í 10-11 alda sögu kristni á Íslandi búið við umskurð stúlkubarna?

Jón Valur Jensson, 13.8.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Bogi Jónsson

Sæll Jón

ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara (sennilega er ég bara svo illa gefin) ég veit ekki betur en að það er undantekning ef trúarbragð mælist til þess að stúlkubörn eru umskorin, í mínum huga er það slæm afleiðing bragðsinns sem sett er utan um trúnna. Í mínum huga er trú nauðsinleg en fólk þarf fara sérstaklega varlega í að velja sér bragð á trúnna.

Ég er ekki tilbúin að kvitta undir það að kristnin er eins og mygluð sulta, mér hefur fundist krisni vera með betri trúarbrögðum enda alin upp í krisnu umhverfi.

kv Bogi

Bogi Jónsson, 13.8.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband